Könnun: Vilja sjá Donald Trump sem næsta forseta Bandaríkjanna

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja sjá Donald Trump sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni í morgun.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvorn vilt þú sem næsta forseta Bandaríkjanna eftir eitt ár?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Donald Trump: 68,4%

Hvorugan: 26,4%

Joe Biden: 5,1%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila