Kosið í Noregi í dag – margir spá falli ríkisstjórnar Ernu Solberg – spurning hvort Verkamannaflokkurinn nái meirihluta með Miðflokknum og Vinstriflokknum

Erna Solberg á kjörstað í morgun en kosningar eru til Stórþingsins í Noregi í dag. Margir spá fallli ríkisstjórnar Hægri og Framfaraflokksins og að Verkamannaflokkurinn taki við. Staðan er snúin, þar sem óljóst er,hvort allir flokkar nái inn á þing og sundrung ríkir á vinstri vængnum. (Sksk Facebook).

Í dag ganga Norðmenn til kjörklefanna og kjósa til Stórþingsins. Fjöldi þingmanna er 169 og þá verður að hafa a.m.k. 85 þingmenn til að vera í meirihluta. Skv. sænska sjónvarpinu benda skoðanakannanir til að vinstri hlið stjórnmálanna fái vind undir vænginn og hægristjórn Ernu Sólberg muni ekki halda velli. Fellur stjórnin kemur það trúlega í hendur Verkamannaflokksins að mynda nýja ríkisstjórn en staðan er snúin með sundrungu vinstri flokkanna, því Miðflokkurinn vill fá forsætisráðherrastólinn fyrir sig og leggst gegn Jonas Gahr Störe, formanni Verkamannaflokksins, sem forsætisráðherra, samtímis sem Miðflokkurinn neitar að stjórna með sósíalíska vinstri flokknum.

Ef Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og sósíalíski Vinstriflokkurinn nái saman þeim 85 þingmönnum, sem þarf til að vera í meirihluta á þingi, er samt óljóst, hverjir verða í næstu ríkisstjórn Noregs. Verkamannaflokkurinn gæti því þurft að fá stuðning einhverra minni flokkanna eins og þeirra Rauðu eða Umhverfisflokksins en báðir flokkarnir eru á mörkum þess að komast inn á þing. Kosningavakan verður því spennu þrungin meðan beðið verður eftir endanlegum úrslitum kosninganna.

Olían eitt af stóru málum kosninganna

Afstaðan til olíuframleiðslunnar dregur fólk í dilka til hægri og vinstri. Hægri menn vilja halda áfram framleiðslu verðmætrar olíu og dýrmæts gas en t.d. Umhverfisflokkurinn vill stöðva alla slíka framleiðslu þegar ár 2035.

Ove Trellevik frá Hægri flokknum segir: „Ef við framleiðum ekki norska olíu og gas með mjög lítilli mengun, þá munu Rússland og önnur lönd frameilða meira á allt annan og umhverfishættulegri aðferðum en við höfum hér í Noregi.“

Arild Hermstad varaformaður Umhverfisflokksins MDG segir að „vill maður raunverulega leysa loftslagsvandann, þá dugir ekki að framleiða olíu á agnarlítinn hreinni hátt en grannlandið. Málið snýst um að skipta út olíu fyrir aðra sjálfbæra orkugjafa.“

Skoðanakannanir benda til áframhaldandi taps Verkamannaflokksins og stórtaps Hægri flokksins

Í skoðanakönnun Norstats er Hægri ekki spáð eins miklu tapi og í mörgum öðrum skoðanakönnunum en Miðflokkurinn tapar mest..

Kjörstaðir loka kl 21 í kvöld að staðartíma. Skv. Expressen leiðir Verkamannaflokkurinn í skoðanakönnunum með 24% síðan í apríl. Verði það útkoman þá minnkar fylgi Verkamannaflokksins þriðju kosningarnar í röð og verður að fara allt aftur til þriðja áratugs síðustu aldar til að fá lélegri tölur. Flokkurinn hefur tapað meira en 10% síðan 2009 (léleg útkoma 2001, þegar flokkurinn fékk 24,3%).

Hægri fær um 18% í skoðanakönnunum skv. Expressen og byði afhroð verði það útkoman í kosningunum. Hins vegar sýnir skoðanakönnun Norstat að tap Hægri verði innan við 1%. Kristilegi Alþýðuflokkurinn og frjálslyndi Vinstri flokkurinn vega salt á 4% sem þarf til að komast inn á þing en komast inn á þing skv. Norstat. Miðflokkurinn hefur bakkað í skoðanakönnunum frá 18% í júlí niður í 13% í september. Unibet borgar 9x veðpeninga ef Erna Solberg verður áfram forsætisráðherra en aðeins 1.03 sinnum ef Jonas Gahr Störe verður forsætisráðherra.

Á myndinni hér að neðan má sjá formenn flokkanna og þá flokka sem eru á Stórþinginu núna og fjölda þingmanna hvers flokks.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila