Kristilegur boðskapur fjarlægður víða um heim – jólin bönnuð sem trúarhátíð í Kína – kommúnistar leyfa einungis verslunarhátíðir

Nýju ári fagnað á Skansen í Stokkhólmi en Kristur ekki boðinn velkominn. Sofia Helin lyftir kampavíni fyrir miðju, er einnig á innfelldri mynd.

Það vakti athygli, þegar nýja árinu var hringt inn samkvæmt gamalli hefð á Skansinum í Stokkhólmi, að búið var að breyta ljóði Lord Tennysons „Nýársklukkan.“ Boðskapnum um að kirkjuklukkurnar hringdu inn Jesús Krist til að útrýma öllu myrkri var klippt úr textanum: „Hringið burtu myrkur landsins;/ hringið inn Krist sem kemur og verður (Ring out the darkness of the land, / Ring in the Christ that is to be. Sænska þýðingin var áður Ring mörkrets skuggor bort ur alla land; / ring honom in, den bidande Messias).“

Leikkonan Sofia Helin sem las ljóðið að þessu sinni tók sér bessaleyfi og breytti textanum og klippti burtu Krist setti í staðinn: „Hringið inn frelsistíma ljóssins.“ Vegna veirunnar voru engir áhorfendur á Skansinum þessi áramót en athöfninni sjónvarpað eins og venjulega.

Femínistar í Svíþjóð mótmæla að karlkyns leikari fái að lesa Nýársljóðið 2018. Femínistarnir vilja bara leyfa konum að lesa upp ljóðið og nú með ritskoðun á Kristi.

Jólunum sagt að hypja sig burtu frá Kína

Myndin sýnir leyfisskjal kaþólskrar kirkju sem var svo heppin að fá leyfi 12 yfirvalda til að halda messu um jólin.

Opinber stefna Kommúnistaflokksins og sú eina löglega er trúleysi. Ofsóknir gegn trúarhópum er hversdagsmatur í Kína og eru margar frásagnir af því hvernig kommúnistar hafa ofsótt kristna, fjarlægt krossinn af kirkjum og hengt í staðinn upp kínverska fánann og merki kommúnistaflokksins.

Að halda jólin hátíðleg með messu er nær ómögulegt í Kína t.d. lokar lögreglan aðgangi að kirkjum yfir jólin með lögreglumönnum fyrir utan kirkjuna. Einni kaþólskri kirkju tókst samt sem áður að halda jólamessu eftir að hafa fengið stimpla frá 12 yfirvöldum, allt frá lögreglu og öryggisvörðum, til áróðursyfirvalda, flokksstjórnar m.m. Kommúnistaflokkurinn bannaði allar kristnar trúarhátíðar ár 2017. Farið er í mótmælagöngur gegn jólunum sem stjórnað er af kommúnistum til að sýna viðurstyggð sína gegn kristinni trú og menningu. Borðar með áletrunum eins og „Jólin – hypjið ykkur burt frá Kína!“ sjást í þessum mótmælum gegn kristnum. Einungis viðskiptahátíðar eru leyfðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila