Kristín Þormar: Umsögn mín um frumvarp heilbrigðisráðherra til sóttvarnalaga – mál nr. 26/2022.

Kristín Þormar skrifar:

Nú eru síðustu forvöð að skila inn umsögnum um þetta frumvarp, og það er ánægjulegt að sjá hvað margir eru þegar búnir að skila góðum umsögnum inn.

Mér datt í hug að taka annan vinkil á þetta, en það varðar fréttaflutninginn í þessum „heimsfaraldri“ öllum, því ég tel nauðsynlegt að vekja athygli á þeirri hlið mála líka.

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík

Reykjavík 15. febrúar 2022

Efni: Umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra til sóttvarnalaga – mál nr. 26/2022.

Fréttaflutningur í heimsfaraldri

Þótt það komi ekki beint þessari umsögn um sóttvarnalög við,  þá tel ég nauðsynlegt að vekja athygli á fréttaflutningnum í þessum Covid-19 faraldri, og hvernig upplýsingagjöf til þjóðarinnar hefur verið háttað.

Það er mat mitt að hann hafi verið ámælisverður, ákaflega einhliða, og einkennst af hræðsluáróðri með aðaláherslu á að fá fólk til að bólusetja sig með tilraunalyfjum sem lítil reynsla var komin af.

Daglega eru birtar nýjustu smittölurnar, og birtar sérstakar fréttatilkynningar um að einhver hafi látist úr veirunni, og nú síðast ef einhver hefur látist með hana í sér.

Aldrei eru birtar sérstakar fréttatilkynningar um þá sem létust í kjölfar bólusetninganna, sem eru 36 til og með janúar 2022.

Sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað í fréttum um þá sem hafa fengið aukaverkanir eftir bóluefnin, sem samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lyfjastofnun eru 6.110, þar af 246 alvarlegar og lífsógnandi, og 36 andlát.

Þarna virðist upplýsingum sem sannanlega varða almannaheill hafa verið kerfisbundið haldið frá almenningi.

Mega völd á fárra höndum stjórna því hvað telst fréttnæmt og hvað ekki þegar þjóðin glímir við heimsfaraldur?

Þessi gríðarlegi fjöldi aukaverkana og andláta í kjölfar bólusetninganna vekur líka upp þær áleitnu spurningar hvers vegna þær voru ekki stöðvaðar strax og tilkynningar fóru að berast í janúar 2021 þegar 6 aldraðir einstaklingar höfðu látist í kjölfarið.

Hvar liggur sú ábyrgð?

Kristín Þormar
Gjaldkeri í stjórn Mannréttindasamtakanna MÍN LEIÐ MITT VAL

Jafnframt vísa ég í umsögn Guðrúnar Bergmann sem færð var inn í þessa samráðsgátt fyrr í dag.

Sjáið allar umsagnirnar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila