Kristnir kennarar í Svíþjóð verða að halda kennarafundi í felum vegna yfirvofandi árásarhættu


Þessa vikuna var haldin samkoma 150 kennara frá fimm kristnum skólum í Stokkhólmi. Hvorki var upplýst til utanaðkomandi um dag né stað. Aukin hryðjuverkaógn frá múslimaheiminum og einnig almennt hættuástand orsaka þessa sérstöku varkárni kristinna kennara.

Starfsfólk Kristna skólans, Källskólans, Stefanskólans, Mikaelskólans og Johan Movinger menntaskólans hittust á námsdegi kennara. Timoteus Lind, skólastjóri Stefanskóla og Johan Movinger menntaskóla, segir í viðtali við Dagen:

„Við skólastjórarnir höfum hist reglulega í nokkurn tíma núna og höfum fundið fyrir þörf eftir nánari samstarfi bæði milli kennara okkar og nemenda okkar. Okkur fannst mikilvægt að sýna fram á, að við stöndum vörð um sameiginlega sýn, sem er ekki að græða peninga heldur að búa til frábæra skóla með kristilegum grunni.

Almennt hættuástand

Að kennararnir vilja halda fundarstað og tíma leynilegum hefur ekki einungis með hækkað viðvörunarstig gagnvart hryðjuverkum að gera:

„Samkvæmt leynilögreglunni Säpo eiga allar kristnar samkomur að auka öryggisviðbúnað og þannig verðum við að hugsa. Þetta hefur smeygt sér alls staðar inn“.

Tilvistarvandi unga fólksins

Timoteus Lind telur að kristnu skólarnir geti aðstoðað við að vinna gegn þeim útbreiddu geðsjúkdómum og vonleysi sem núna ríkir sérstaklega meðal ungs fólks:

„Eins og við lítum á málin, þá getum við boðið lausn á því stóra vandamáli sem Svíþjóð hefur með tilvistarógnvekjandi vanlíðan. Unglingar þurfa meiningu með lífinu, sjá samhengið og eignast von og það getum við hjálpað til með. Þegar sjálfsmyndin grundvallast á samfélagsmiðlum og umbúðum, þá getum við einnig miðlað kærleiksríkri sýn Guðs á okkur mannfólkið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila