Krítarkort sem fylgist með kolefnislosun þinni – Manstu þegar það var samsæriskenning?

Þetta er ekki lengur samsæriskenning. Mastercard hefur þróað kolefnislosunarkort sem mælir innkaup og eyðslu út frá kolefnislosun. Hægt verður þá að loka á innkaup ef viðkomandi hefur dregið yfir kolefniskvótann….

Peter Imanuelsen skrifar athyglisverða grein um hversu langt áætlanir eru komnar um að mæla og hafa áhrif á kolefnisspor einstaklinga á bloggi sínu „Frelsishornið með PeterSweden.“ Útvarp Saga endursegir helstu atriðin í frásögn Peters.

Árið er 2031, rafmagnsbíllinn er lokaður því þú ert búinn með aksturskvótann. Þú ferð út í búð og ætlar að fá þér steik en er neitað því þú ert búinn með kolefniskvótann. Þú labbar heim með pöddupoka og sojakjöt.

– „Ímyndaðu þér, að þú sért við afgreiðsluborð matvöruverslunarinnar eftir að hafa leitað að fínni steik í kvöldmatinn. Þú nærð í greiðslukortið þitt til að borga, en þér til undrunar er kaupunum hafnað.

Það kemur í ljós að þú hefur farið yfir mánaðarleg kolefnismörk og þú mátt ekki kaupa þessa steik. Þú átt engan annan valkost en að skila safaríku steikinni til baka og taka poka af pödduflögum í staðinn.

Finnst þér þetta fjarstæðukennt? Jæja, en það er það samt ekki.

Vegna þess að í Svíþjóð er nú til krítarkort ,sem fylgist með losun kolefnis í öllum kaupum þínum og ef þú ferð yfir kolefnistakmörkin, þá mun kortið loka fyrir frekari kaup þín.

Já, þú lest þetta rétt. Krítarkort sem fylgist með kolefnislosun þinni er til staðar núna.

Kortið heitir DO Black og er þróað af sænska fyrirtækinu Doconomy í samvinnu við Mastercard, sem eru í raun meðeigendur í fyrirtækinu.

„DO Black hjálpar ekki aðeins notendum að fylgjast með og mæla kolefnislosun sem tengist innkaupum þeirra, heldur takmarkar útgjöldin vegna loftslagsáhrifa.“

Það er sem sagt búið að búa til viðskiptakort, sem mælir kolefnislosun þína og lokar á frekari kaup, þegar þú ert búinn með kvótann.

Núna eiga allir að taka ábyrgð á eigin sjálfbæru lífi til að hægt verði að ná loftslagsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030

Nathalie Green, forstjóri Doconomy segir:

„Við þurfum öll að sætta okkur við, hversu brýnt ástandið er og fara hratt í átt að ábyrgri neyslu. Með DO Black eru engar afsakanir lengur til. Með samstarfi okkar við loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna, UNFCCC og Mastercard mun DO gera fólki kleift að leggja sitt af mörkum til að stuðla að kolefnisminnkunarmarkmiðum 2030 og áfram.“

Loftslagsráð SÞ (UNFCCC) er ánægt með þróunina og „fagnar þessu framtaki.“

Erik Gutwasser, yfirmaður Mastercards fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin segir, að „þessar róttæku breytingar séu nauðsynlegar til að lifa sjálfbærari lífi.“

Enn sem komið er er kortið valfrjálst. En hversu langan tíma tekur það, þangað til að ríkisstjórnir setji það í lög, að öll viðskiptakort spori kolefnislosun þína? Sennilega ekki mjög langan tíma…

Í Noregi hefur ríkið þegar tilkynnt, að það vilji fylgjast með matarinnkaupum allra landsmanna, svo skrefið er ekki svo stórt yfir í að fylgjast líka með kolefnislosuninni.

Auðvitað er þetta kort búið til í Svíþjóð. Í landinu, þar sem ýtt er undir peningalaust þjóðfélag og þar sem um 6000 manns hafa þegar grætt örflögur í hendur sínar til að nota við greiðslur. Sumir höluðu jafnvel bólupassa sínum inn á örflöguna svo einungis með því að skanna höndina var hægt að sjá Covid stöðu viðkomandi…

Við munum líklega sjá einhvers konar vegabréf fyrir loftslagsbreytingar í framtíðinni (tengt stafrænum auðkennum þínu að sjálfsögðu). Þar verður hægt að fylgjast með allri kolefnislosun þinni og ef þú ferð yfir mörkin, þá færðu neikvæð stig á félagslega lánstraustinu.

Kallað samsæriskenning fyrir tíu árum síðan

Ef þú hefðir sagt einhverjum fyrir 10 árum síðan, að það væri til krítarkort sem eltir þig og lokar á þig ef þú ferð yfir leyfileg kolefnismörk þín, þá hefðir þú verið kallaður kolvitlaus samsæriskenningasmiður. Þetta getur aldrei gerst myndi fólk segja! En núna er þetta samt að gerast.

Og nefnum það, þá eru stafræn skilríki ekki lengur nein samsæriskenning. Þau hefur verið til á Norðurlöndum í mörg ár. Í Noregi þarftu meira og minna að hafa stafræn skilríki til að lifa nútímalífi. Þú notar það í netbankanum, þegar þú kaupir hluti á netinu með kortinu þínu o.s.frv. Það þarf ekki að koma neinum á óvart, ef stafræn auðkenni verða notuð í framtíðinni til við mælingar og eftirlit með kolefnislosun.

Sannleikurinn um stafrænu skilríkin

Árið er 2023 og þú býrð í Noregi. Þú ert að skrá þig inn á heilbrigðisvef ríkisins til að athuga covid stöðu þína og til að fá QR kóða fyrir covid vegabréfið. Þegar þú skráir þig inn þarftu að staðfesta auðkenni þín og notar stafræna auðkennið þitt. Þú opnar einfaldlega appið í símanum þínum og skannar andlitið þitt. Andlitsgreiningartæknin ber kennsl á andlit þitt og þú ert nú skráður inn með stafrænu skilríkjunum þínum og getur séð bólupassann þinn.

Og að sjálfsögðu heldur World Economic Forum vart vatni í hrifningu yfir kolefniskortinu!

Doconomy er ekki bara með kort sem mælir kolefnislosun, heldur eru þeir einnig með þjónustu sem aðstoðar ýmis vörumerki að reikna út kolefnisfótsporið. Þeir kalla það 2030 reiknivélina. Rólegan æsing, hvað var nú aftur þetta „2030“ ?

Þú munt hjóla og borða pöddur, á sama tíma og elítan flýgur einkaþotunum sínum og borðar besta kjötið. Og þú átt að vera ánægð(ur).

Endurræsingin mikla „The Great Reset“ er bara annað orð fyrir alþjóðlegan kommúnisma. Loftslagsbreytingar eru bara afsökun fyrir því að innleiða alræðisstjórn á öllu samfélaginu. Þetta er loftslagskommúnismi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila