Kyndir öryggisráðstefnan í Munchen undir stríð?

Margir hafa velt því fyrir sér hver sé raunverulegur tilgangur Öryggisráðstefnunnar í Munchen því ekki virðist mikill árangur af þessari árlegu ráðstefnu sé horft á þau stríð sem blossað hafa upp.

Í nýju myndbandi frá þýsku netsjónvarpsstöðinni KlaTv er þessari spurningu velt upp og hún klofin til mergjar. Ýmsum öðrum gagnrýnum spurningum er velt upp í myndbandinu, til dæmis þeirri hvernig ráðstefnan eigi að geta stuðlað að friði þegar stórtækir vopnaframleiðendur séu helstu bakhjarlar ráðstefnunnar. Þá er bent á að ráðstefnan sé í raun hinn hernaðarlegi armur djúpríkisins þar sem lagt er á ráðin um hvernig sé best að koma að pólitískum markmiðum með hernaðarlegum þvingunum.

Horfa má á myndbandið hér að neðan eða smella hér ef það birtist ekki í viðkomandi vafra:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila