Kýpur: Krafist bóluefnavegabréfa til að kaupa mat og aka strætó – ráðist á sjónvarpsstöð og kveikt í bílum

Eftir að smitdreifingin jókst á ný á Kýpur, þá ákváðu yfirvöld að taka upp notkun bólusetningarvegabréfa s.k Safepass, sem verður krafist til að fá að ferðast með strætó, borða á veitingastöðum og til að versla í matvöruverslunum. Þar sem krafan nær til matvöruverslana, munu margir þurfa að biðja aðra um að versla fyrir sig mat eða kaupa sjálfir á netinu.

Einnig er bannað að vera á opinberum stöðum utandyra sem innanhúss t.d. bönkum, sem geta tekið fleiri en 20 manns, án þess að hafa bólusetningarvegabréf. Auk bólusetningarvegabréfsins gilda neikvæð PCE-próf innan 72 tíma eða sönnun um covidsmit á síðustu 6 mánuðum. Grímuskylda er fyrir alla frá 12 ára aldri. Þessar reglur, sem tóku gildi í vikunni, eru meðal ströngustu ákvæða gegn Covid-19, sem fyrirfinnast í allri Evrópu. Brot gegn viðurlögunum varða sektum.

Nicos Anastasiades forseti landsins tilkynnti um nýju höftin í sjónvarpsávarpi og sagði: „Við viljum ekki takmarka réttindi þeirra bólusettu til að njóta frelsis. Það er ekki hægt að setja meginþorra fólks í hættu vegna nokkurra fárra.“

Bólusetningamótmælendur réðust á sjónvarpsstöð og kveiktu í bílum

Samkvæmt sænska Yle, þá réðust um 2 500 reiðir mótmælendur á sjónvarpsstöðina Sigma í Nicosia, höfuðborg Kýpurs sunnudagskvöld. Áður höfðu um 5 þúsund manns mótmælt reglunum við forsetahöllina í Nicosia. Forsetinn lýsir árásinni á sjónvarpsstöðinni sem árás á lýðræðið. Skv. AFP þá sýndi sjónvarpsstöðin lítinn sem engan skilning á mótmælum gegn nýju reglunum og varði yfirgripsmikil inngrip og skerðingu yfirvalda á einstaklingsfrelsi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila