Línan dregin – Kína og Rússland undirrita umfangsmikinn efnahagssamning

Samtímis og stríðið heldur áfram af fullum krafti í Úkraínu, þá undirrituðu Kína og Rússland umfangsmikinn samning um samstarf í efnahagsmálum. FOX News greindi frá undirritun efnahagssamnings Rússlands og Kína í gær, þriðjudag.

Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undirrituðu samkomulag um að auka efnahagstengsl sín á tvíhliða fundi í Moskvu á þriðjudag. Xi er staddur í Moskvu á nokkurra daga fundi með rússneskum starfsbróður sínum, sem miðar að því að sýna nýja „takmarkalausa vináttu“ landanna tveggja. Xi og Pútín lögðu áherslu á mikilvægi þess að standa sameiginlega vörð um orkuöryggi beggja landanna.

Ný gasleiðsla frá Síberíu til Kína

Pútín lýsti áformum um gasleiðslu frá Síberíu til Kína fyrir fundinn og sagði að samkomulagið væri að öllu leyti frágengið. Pútín sagði í upphafi fundarins:

„Við vorum að ræða gott verkefni, nýju Siberíu 2 gasleiðsluna um Mongólíu. Það er búið að ganga frá nánast öllum þáttum þess samnings.“

Kína og Rússland skrifuðu undir samninginn samtímis og Bandaríkin og vestrænir bandamenn taka þátt í Úkraínustríðinu gegn Rússlandi.

Breytingar munu koma sem ekki hafa sést í 100 ár. Við stjórnum þeim breytingum!

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila