Litið til baka 2022: Eiginkona úkraínsk þingmanns tekin með 28 milljónir dollara og 1,3 milljónir evru í reiðufé í ferðatöskum

‘Einn ríkasti þingmaður Úkraínu á sínum tíma, Igor Kotvitsky t.v. og eiginkona hans, Anastasia Kotvitska t.h. sem var tekin með 28 milljónir dollara og 1,3 milljónir evra á landamærum Úkraínu (skjáskot Youtube).

Ben Harnell var í Stríðsherberginu með Steve Bannon (sjá hér að neðan) og ræddi um spillinguna í Úkraínu m.fl. Minnisstæður atburður var, þegar Anastasia Kotvitska, eiginkona úkraínska þingmannsins Igor Kotvitsky var tekin á landamærum Ungverjaland með ferðatösku fulla af seðlum, 28 milljónum dollara og 1,3 milljónum evra þann 14 mars. Hún ferðaðist með móður sinni og tveimur úkraínskum ríkisborgurum, þegar hún var stöðvuð við landamærin.

Í janúar bárust fréttir af því, að úkraínskir embættismenn eyddu milljónum Bandaríkjadala skattgreiðenda (í Bandaríkjunum) í sportbíla, stórhýsi og lúxusfrí. Aldrei hefur verið gerð grein fyrir þeim 110 milljörðum dollara bandarískra skattgreiðenda sem sendir hafa verið til Úkraínu, einnar spilltustu þjóðar jarðar.

Þjóðarpósturinn greindi frá:

Eiginkona fyrrverandi úkraínska þingmannsins Igors Kotvitsky var gripin við ungversku landamærin 14. mars 2022, þegar hún var með 28 milljónir dollara og 1,3 milljónum evra samtals að upphæð um 4,3 milljarða íslenskra króna sem pakkað var í ferðatöskur, að því er úkraínskir fjölmiðlar hafa greint frá. Maður hennar, einn ríkasti þingmaður Úkraínu, sagði að hún væri að fara á fæðingardeild til að fæða barn.

Anastasia Kotvitska var við eftirlitsstöð í Vylok, að sögn Obozrevatel, þegar ungverska tollgæslan uppgötvaði töskurnar með reiðufé í Bandaríkjadölum og evrum í smábíl. Kotvitska hafði ferðast með tveimur ungverskum ríkisborgurum auk móður sinnar Galinu Kucher, að sögn heimildarmanna Obozrevatel. Sakamál hefur nú verið höfðað af rannsóknarlögreglu ríkisins, þar sem Kotvitska er sökuð um að hafa ekki gefið upp peningana, að sögn úkraínska Pravda.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila