Loftslagsdómsdags-prófessor vill afnema kapítalisma nútímans

Johan Rockström er umhverfisprófessor við Stokkhólms háskóla og yfirmaður Potsdam stofnunarinnar sem stundar loftslagsrannsóknir (mynd © Global Climate Action Summit 2018)

Loftslagsmálin snúast í raun um að afnema kapítalisma nútímans og innleiða alveg nýtt efnahagskerfi. Loftslagsdómsdags spámenn vilja afnema núverandi efnahagskerfi og meðal annars „bylta landbúnaðinum“ og innleiða „grunntekjur“ fyrir borgarana, að sögn TT.

TT tók viðtal við bú- og umhverfisfræðinginn Johan Rockström um loftslagsmálin. Rockström telur, að sögn fréttastofunnar, að hinn svokallaði sigurvegari taki allt: „kapítalismann verður að fjarlægja ef mannkynið á að eiga möguleika á þolanlegu lífi á jörðinni“ skrifar TT. Johan Rockström segir við TT undir greinarfyrirsögninni „Rockström: Við verðum að hrista upp í hagkerfinu“:

„Við búum við alvarlegan tímaskort og þá dugar ekkert minna en miklar umbreytingar.“

Nýtt sósíalískt efnahagkerfi: „Ein Jörð fyrir alla – hagkerfið“

Rockström hefur skrifað nýja bók „Jörð fyrir alla – stefnuskrá fyrir afkomu mannkyns“ (An Earth for All – A Manifesto for Humanity’s Survival), sem kemur út á næstu dögum. Þar má meðal annars lesa, sem fréttastofan bendir á í grein sinni, að það þurfi að „hrista upp í efnahagskerfinu í grunni þess.“ Það þarf einfaldlega að afnema kerfi dagsins í dag svo heimurinn lifi af, er sagt. Mannkynið verður að taka upp nýtt efnahagskerfi „Ein jörð fyrir alla – hagkerfið.“

Og þar að auki þarf öll breytingin að gerast á aðeins einum áratug. Sem sagt Dagskrá Sameinuðu þjóðanna 2030. Að sögn TT á meðal annars að „bylta landbúnaðinum.“ Einnig er mælt fyrir „grunntekjum“ fyrir borgarana. Peningunum á að dreifa í gegnum svokallaða meðborgarasjóði.

Þetta minnir verulega á hugmynd World Economic Forum um „hagsmunaaðilakapítalisma.“ Í þessu útópíska hagkerfi eru allir „hagsmunaaðilar“ þar sem hagnaðaráhugi verður ekki lengur drifkrafturinn heldur eiga „samfélagslegir“ þættir og „loftslag“ að koma í staðinn. Sem sagt sósíalismi falinn á bak við loftslag og sjálfbærni. Fyrirtæki, stjórnvöld og borgaralegt samfélag verða að vinna saman að því að byggja upp þetta nýja alþjóðlega efnahagskerfi.

Loftslagskreppan er goðsögn búin til af Sameinuðu þjóðunum

Johan Rockström er sjálfur svokallaður „dagskrárþátttakandi“ á World Economic Forum og hefur birt ótal greinar á vefsíðu glóbalistasamtakanna. Sérfræðingar sem ekki fylgja dómsdagsspámönnum, eðlisfræðingar, hafa vísað „loftslagskreppunni“ á bug sem goðsögn sem SÞ hafi búið til (sjá myndband hér að neðan).

Rockström var einnig í Davos í síðustu viku og kom þá í viðtal hjá Deutsche Welle (sjá myndband neðst á síðunni).

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila