Loftslagsdrottningin vill kollvarpa auðvaldinu til að leysa lofstlagskreppuna

Lausn allra vandamála er að kollvarpa auðvaldinu

Thunberg heimsótti Royal Festival Hall í London í tengslum við útgáfu bókarinnar Lofstlagsbókin „The Climate Book“ með ritgerðarsafni loftslagsvísindamanna ásamt ljósmyndum og dómsdagsgögnum.

Burtséð frá ítrekuðum fullyrðingum um nauðsyn þess að þrýsta á stjórnmálaleiðtoga var boðskapur hennar róttækari og herskáari en hann hefur verið áður. Greta Thunberg sem sagði áður, að markmið hennar væri að vernda jörðina fyrir loftslagsbreytingum sagði núna, að markmiðið sé að steypa „öllu auðvaldskerfinu.“

Ekkert fer „aftur í eðlilegt horf“ því hið „eðlilega“ er „kerfið“ sem færði okkur loftslagskreppuna, kerfi „nýlendustefnu, heimsvaldastefnu, kúgunar, þjóðarmorðs, rasisma og kúgandi arðráns.“

„Við getum ekki treyst elítunni sem þetta kerfi framleiðir til að takast á við galla þess“ sagði Gréta og mun þess vegna ekki fara á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP 27 sem haldin verður í Sharm el-Sheikh í þessum mánuði. COP 27 er að sögn Grétu „svindl“ sem auðveldar „grænan þvott, lygar og svindl.“ Ekkert dugar nema að „kollvarpa öllu kapítalíska kerfinu.“

Þá er bara að sjá hvor endalokin koma fyrst: Loftslagsdómsdagurinn eða sósíalíska byltingin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila