Loftslagsfræðingar miður sín vegna efnislegrar gagnrýni á heimsendaspár

Á myndinni til vinstri má sjá umhverfismótmæli í Bretlandi og til hægri er loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg. Mynd: JamieLowe68/CC4.0/Anders Hellberg CC 4.0

Í könnun Dagens Nyheter, DN, lýsir meirihluti aðspurðra fræðimanna, að þeir hafi áhyggjur af því að afstaða fólks til umhverfis- og loftslagsvísinda hafi breyst. Þeim misbýður einnig, að allir trúi ekki á loftslagsdómsdaginn eins og Greta Thunberg.

Samnytt segir frá

DN – sem sjálft dreifir falsfréttum með reglulegu millibili – hefur sent út könnun til allra háskóla í Svíþjóð. Þessu hafa 212 fræðimenn svarað í viðfangsefnum um umhverfi og loftslag.

Kenna Donald Trump um gagnrýni Svía á dómsdagspredikanir aðgerðasinna

Meira en helmingur segir, að þeim finnist traust á vísindum hafa minnkað á síðustu fimm árum. Rúmlega fjórðungur segist einnig hafa orðið fyrir gagnrýni vegna rannsókna sinna eða staðhæfinga, sem þeir komu með í fjölmiðlum. Margir telja að ástandið versni við fjölmiðlaneyslu og umræðu á samfélagsmiðlum. Þeir benda á Bandaríkin og Donald Trump, sem fullyrt er að ljúgi um þessi mál. Þriðjungur telur að sænskir ​​stjórnmálamenn hunsi eða efist um „hefðbundin vísindi.“

Margir fræðimannanna kalla eftir því að deildir og háskólastjórnir sýni fram á, hvernig eigi að bregðast við þessu vantrausti á vísindin. Sumir lýsa einnig áhyggjum af minni fjárveitingu til umhverfis- og loftslagsvísinda.

Alvarlegt að þingmenn komi út úr skápnum sem „loftslags-afneitunarsinnar“

Sú staðreynd að loftslags- og umhverfisfræðingar hafa áhyggjur af auknu „viðnámi gegn staðreyndum“ veldur Mats Persson menntamálaráðherra áhyggjum. Hann segir í tölvubréfi til DN:

„Það er áhyggjuefni, að vísindamönnum á svo mikilvægu sviði finnist traust á vísindum sem þeir stunda hafi minnkað. Loftslagið er eitt af þeim framtíðarmálum sem Svíar verða að fjárfesta í sem þekkingarþjóð.“

Ennfremur skrifar Persson, að það sé mjög alvarlegt og vinni gegn vísindunum, að stjórnmálamenn komi út á þingi „afneitunarsinnar í loftslagsmálum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila