Loftslagshreyfingin er óvinur mannkyns – Núlllosun þýðir endalok mannlífs

Loftslagshreyfingin er hættulegur „óvinur mannkyns.“ Ástralski prófessorinn Ian Plimer segir það í nýju viðtali við ADH TV (sjá myndskeið að neðan). Ef það ætti virkilega að ná „núlllosun“ eins og loftslagshamfarasinnar vilja, þá þýðir það að fólk mun deyja. „Græna hreyfingin“ telur að enginn staður sé fyrir mannkynið á jörðinni.

Ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer kemur með nýja beinskeytta gagnrýni á hina svokölluðu grænu hreyfingu.

Ef við hefðum núlllosun, þá dyttum við dauð niður

Prófessor Ian Plimer lýsir, hvað „núlllosun“ heimsendamanna þýðir í raun og veru:

„Hvað í ósköpunum er „núlllosun“? Ef við hefðum núlllosun, þ.e.a.s. losum ekki koltvísýring, þá myndum við ekki borða. Vegna þess að þegar við borðum, þá breytum við kolefnissamböndum, sem komast inn í líkamann og losum okkur við afganginn Við öndum að okkur 0,04% koltvísýringi og öndum frá okkur 4%, þegar við losum okkur við koltvísýring. Ef við hefðum núlllosun, þá dyttum við dauð niður.“

Afneita því að mannkynið sé hluti náttúrunnar

„Það er þetta sem græna hreyfingin snýst um í raun og veru. Þetta er mannfjandsamleg hreyfing. Þetta er hreyfing sem heldur því mjög eindregið fram, að það sé enginn staður á jörðinni fyrir mannfólkið, að mannkynið sé ekki hluti náttúrunnar.“

Loftslagsmálin eru trúarbrögð

Að sögn prófessorsins eru loftslagsmálin í raun „trúarbrögð.“ Skortur er á sönnunargögnum um að losun koltvísýrings af manna völdum valdi hlýnun jarðar: „Það hefur aldrei verið sannað“ segir prófessorinn. Hvert stefnir þá loftslagshugmyndafræðin?

„Hún stefnir okkur í átt að algjöru skipsbroti.“

Fullveldi ríkja, orku- og matvælaframleiðsla í hættu

Samtímis er það einnig lausnin, því annars skilur fólk ekki hvað er í gangi:

„Það er eina leiðin til að við vöknum. Ef fólk vaknar ekki, þá er fullveldi landa, orkuframleiðslan og matvælaframleiðslan í hættu. Við stöndum frammi fyrir mjög, mjög alvarlegum tímum, ef við fáum ekki ódýra, áreiðanlega orku sem er óháð öðrum utan landsteinanna.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Ian Plimer:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila