Vinstri öfgasinnar hindra sýningu gagnrýnnar kvikmyndar á boðskap loftslagshlýnunarsinna

Junge Freiheit segir frá því, að vinstri öfgamenn hafi ráðist á skrifstofu Valkosts Þýskalands í Schwerin og atað í málningu til að mótmæla sýningu flokksins á heimildarmynd sem gagnrýnir loftslagsógnina. M.a. var málað „antiauðvald“ og „róttæka umhverfisvernd“ við flokksskriftstofuna.

Valkostur Þýskalands sýndi heimildarmynd hægri blaðsins Junge Freiheit „Goðsögnin um loftslagsvána“.

Hópar á facebook með nöfnum eins og „Schwerin gegn rasisma“ og „Schwerin fyrir alla“ hvöttu fylgjendur til að eyðileggja kvikmyndasýninguna og söfnuðu liði gegn „lofslagsafneitun.“

„Það er leiðinlegt þegar fólk vill eyðileggja samkomu okkar í staðinn fyrir að taka þátt og ræða hversu mikill tilgangur er í núverandi loftslagsstefnu“ segir Martin Schmidt talsmaður Valkosts Þýskalands í viðtali við Junge Freiheit.

Sjá nánar hér  

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila