Lögreglumenn ákærðir fyrir að bregðast rangt við hryðjuverkaárás

Yfirvöld í Túnis hafa ákært sex lögreglumenn fyrir að hafa brotið af sér í starfi með því að hafa brugðist rangt við í hryðjuverkaárás sem framin var á hóteli í Sousse árið 2015. Í niðurstöðu rannsóknar yfirvalda á vinnubrögðum lögreglu kemur fram hörð gagnrýni á viðbragðstíma lögreglunnar auk þess sem þeim er gefið að sök að hafa látið fyrir farast að koma fólki í neyð til aðstoðar. Alls féllu 38 manns í árásinni sem var skotárás, framin af manni sem tengist hryðjuverkasamtökum ISIS.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila