Lögreglustjórinn hvetur Svía til að slökkva á sjónvarpinu og taka málin í eigin hendur

Carin Götblad hefur unnið að lögreglustörfum í áratugi og er sérfræðingur í baráttuni gegn glæpahópunum. Hún segir afstöðu yfirvalda hafa verið barnalega og hýsir ekki lengur von um, að lögreglunni takist að koma glæpahópunum á kné. Til þess þurfi Svíar sem einn að rísa upp og höggva á hnútinn (mynd skjáskot SVT).

Carin Götblad, lögreglustjóri, er aftur í umræðunni eftir grein sem hún skrifaði í Dagens Nyheter, DN, þar sem hún gagnrýnir barnaskap lögreglunnar og samfélagsins í nálgun á innfluttum glæphópum í Svíþjóð. Ákall hennar til Svía er að mynda borgaralega mótspyrnu: „Slökkvið á sjónvarpinu og gerið eitthvað í málunum.“

Cari Götblað segir að hvorki lögreglan né stjórnmálamenn muni geta stöðvað glæpastarfsemi glæpahópanna. Hún segir í viðtali við DN:

„Við erum með barnalegt samfélag og barnalega löggjöf.“

Hvorki lögreglan né stjórnvöld geta leyst málin

Að sögn Götblad er þess í stað kominn tími til, að hinn „vonandi minna barnalegi og venjulegi Svíi taki málin í eigin hendur, standi upp úr sjónvarpssófanum og byrji að gera eitthvað í málunum.“ Sem lögreglumaður hefur Götblad unnið að afbrotamálum glæpahópa í áratugi, aðallega við að reyna að stöðva stöðugan straum nýliða og endurnýjun glæpahópanna með sífellt yngri afbrotamönnum í innflytjendaúthverfum eða „útsettum hverfum“ eins og þar kallast. Hún er opinberlega skipuð af yfirvöldum til að vinna að þessum málum.

Hún er vonsvikin og sér engan raunhæfan möguleika fyrir hvorki lögreglu, stjórnmálamenn né aðra í opinberum ábyrgðarstöðum að bjarga málunum. Þess í stað verðu sænska þjóðin að taka að sér það verkefni, segir hún.

Barnalegt að reyna að kaupa frið með pítsu

Þegar fyrir meira en áratug síðan höfðu glæpir og hrá andfélagsleg afstaða glæpamanna tekið á sig óviðráðanlegar stærðir í eiturlyfjasölu, stríðum glæpahópa, ránum, hópnauðgunum, íkveikju á bílum og skólum og grjótkasti í lögregluna. Afleiðinguna upplifa Svíar, ekki síst börn, unglingar og konur – í stækkandi öryggisleysi á opinberum stöðum

Síðan þá hefur ástandið bara versnað ár eftir ár, þrátt fyrir ítrekuð loforð um að „brjóta glæpaklíkurnar á bak aftur.“ Sáralítið af fögrum loforðum til að stöðva hina neikvæðu þróun hafa verið framkvæmd. Carin Götblad vísar því á bug sem „barnalegu“ að dekra við hópglæpamenn og reyna að kaupa frið með því að bjóða þeim upp á pizzu og biðja þá um að „hætta að skjóta.“ Það verkefni yfirvalda hefur vakið bæði undrun og reiði Svía og verið réttilega gagnrýnt.

Nú er komið nóg!

Lögreglustjórinn hefur engar væntingar lengur um, að yfirvöldum muni takast að sigra glæpahópana. Við höfum rannsakað nógu mikið segir Götblad og gagnrýnir Svíþjóð fyrir að „slá met í rannsóknum.“ Að koma glæpahópunum á kné hlýtur þess í stað að vera verkefni sænsku þjóðarinnar, telur hún. Samkvæmt Götblad verða Svíar að fara núna út á götur og stöðva glæpahópana, vegna skorts á „sterkum yfirvöldum og stjórnmálamönnum.“

Tíminn er liðinn að vera að „læðast í kringum vandamálin“ segir Götblad. Það er kominn tími til að allir úti í húsunum spýti í hnefana og leggi sig fram. Lausnin vandans verður að „koma neðan frá“ segir hún með sömu tilfinningu og flest okkar hafa: „nú er komið nóg!“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila