Magdalena Andersson biðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina í dag

Magdalena Andersson formaður sósíaldemókrata lætur af embætti forsætisráðherra. Það tilkynnti hún, þegar úrslit kosninganna lágu endanlega fyrir á miðvikudag. Magdalena Andersson tók við embætti sem fyrsta kona í hlutverki forsætisráðherra Svíþjóðar í nóvember 2021 (mynd sksk SVT).

Heldur dyrnum opnum ef Ulf Kristersson mistekst að mynda ríkisstjórn

Magdalena Andersson tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Svíþjóðar á blaðamannafundi í gær:

„Á morgun mun ég biðjast lausnar sem forsætisráðherra og ábyrgðin á áframhaldandi ferli fer til þingforsetans og þingsins.“

Þar til ný ríkisstjórn verður skipuð mun Magdalena Andersson leiða bráðabirgðastjórn í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.

„Ég mun einnig beita mér fyrir skipulegum stjórnarskiptum. Fyrir mér er þetta spurning um virðingu fyrir sænsku þjóðinni og fyrir sænska lýðræðinu. Það er líka mikilvægt, að Svíþjóð geti komið myndað nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er í ljósi stríðsins í nálægt okkur, efnahagskreppunnar og hinnar alvarlegrar stöðu.“

„Ef það kemur í ljós að grundvöllur fyrir stjórnarmyndun Ulfs Kristerssonar stenst ekki, þá standa mínar dyr auðvitað opnar. Við jafnaðarmenn erum tilbúnir til samstarfs við alla, sem vilja vera hluti af lausn þeirra vandamála sem Svíþjóð stendur frammi fyrir.“

Stendur bugur af velgengni Svíþjóðardemókrata

„Eftir átta ár í ríkisstjórn hefur fylgi kjósenda aukist hið mesta í 20 ár. Jafnaðarmannaflokkurinn er ekki bara stærsti flokkur Svíþjóðar, heldur erum við einnig stærsti flokkurinn í Norður-Evrópu. Við höfum náð mjög sterkum árangri í sveitarfélögum og héruðum í Svíþjóð og erum stolt og þakklát fyrir að tæplega tvær milljónir Svía hafi valið að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn. Flokkurinn mun meðhöndla traustið eftir bestu getu, sem kjósendur hafa sýnt okkur.“

Á blaðamannafundinum lýsti Andersson einnig áhyggjum af því að Svíþjóðardemókratar séu nú orðnir næststærsti flokkurinn.

„Ég veit að margir Svíar eru áhyggjufullir. Margir hafa þegar staðið frammi fyrir hatri og hótunum og enn fleiri óttast að verða skotmark. Ég skil þessar áhyggjur og er þeim sammála.“

Andersson varaði einnig við því að til séu öfl sem muni reyna að hafa áhrif á kjósendur Svíþjóðardemókrata og halda því fram að stuðningur sé við öfga- og ofbeldishópa.

„Það hvílir þung ábyrgð á Móderötum, Kristdemókrötum og Umhverfisflokknum. Þeir verða að draga skýra línu gegn öllum tilraunum til að afsaka eða hvetja til ýmiss konar haturs, hótana og ofbeldis.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila