Mannfjöldinn söng þjóðsönginn til stuðnings fórnarlömbum 6. janúar nefndar demókrata á stórfundi Trumps í Texas

Trump forseti hélt mikinn útifund í Robstown í Texas laugardagskvöld með repúblikönum sem bjóða sig fram þar í kosningunum í nóvember (mynd sksk rumble) sjá myndband af öllum fundinum neðst á síðunni. Mikill mannfjöldi mætti á fundinn og var vettfangurinn yfirfullur mörgum klukkutímum áður en Trump steig á sviðið og stór hópur var fyrir utan. Ekkert vantaði á stemninguna og söng eldhress mannskapurinn meðal annars „Við elskum Trump, Bandaríkin“ og „Farðu Brandon!“ Þegar Trump ræddi þvælunefnd demókrata sem kennir sig við 6. janúar og heldur fjölda manns án dóms og laga í fangelsum Washington, þá brast mannhafið út í þjóðsöng Bandaríkjanna svo undir tók á öllu svæðinu eins og heyra má á myndböndum neðar á síðunni. Söng mannfjöldinn þjóðsönginn samtímis og fangelsuð fórnarlömb demókrata gera á hverju kvöldi.

Í miðri ræðu Trumps þegar hann var að tala um nefndina 6. janúar og Liz Cheney sem stakk rýting í bak flokkssystkina sinna í Repúblikanaflokknum, þá magnaðist stemningin og mannfjöldinn söng fyrsta vers þjóðsöngsins af fullum krafti. Söngurinn hófst á sama tíma og 6. janúar fangarnir syngja þjóðsönginn á hverju kvöldi.

Hér að neðan er brot úr Washingtonian um fangelsislífið hjá 6. janúar föngunum:

„Sixer ver mestum hluta tímans í einangrun – fangelsisklefarnir á Charlie Two Bravo eru fyrir einstaklinga. Á hverjum degi fá fangarnir fimm og hálfan tíma til „afþreyingar“ það er að segja tíma utan klefans. Einn daginn frá klukkan 9 til 14:30, síðan bíða fangarnir í 25 og hálfan tíma eftir tíma næsta dags sem byrjar klukkan 4. Í þeim tím tekur Sixer þátt í dýrmætum helgisið: að syngja þjóðsönginn sameiginlega kl. 9 að kveldi. Þegar fangarnir koma að textanum „Það var fáninn okkar“ þá hrópa þeir „ERUM HÉRNA ENN!“

Hér að neðan myndband einungis með þjóðsöngnum

Eitthvað koma kosningafundir Repúblikana við kaunin hjá sumum. Einn aðgerðasinni lýsir hneykslun sinni yfir því, að mannfjöldinn skuli dirfast að syngja þjóðsönginn, þegar Donald Trump tekur upp störf 6. janúar nefndarinnar sbr tístið hér að neðan:

Ben Bergquam lét myndavélina fara í heilan hring svo hægt er að sjá mannfjöldann bæði inni á svæðinu og hluta þeirra sem voru fyrir utan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila