Svíar óttast matarskort – snúa sér til Finnlands í leit að matvælum

Finnska blaðið Maaseudun Tulevaisuius (Framtíð landsbyggðarinnar) segir frá því að Svíar geti aðeins séð sjálfum sér fyrir 50% af mat en Finnland 80%. Kórónaveiran hefur ruskað við Svíum sem núna eru óttaslegnir og ræða til hvaða ráða sé hægt að taka, ef landamærin lokist alveg og maturinn klárast.


Eitt af stærstu matvælafyrirtækjum í Finnlandi, Snellmans, hefur tekið á móti pöntunum á mat og forstjóri fyrirtækisins Roland Snellman segir frá símtali frá Svíþjóð: 

”Í Svíþjóð eru viss hráefni þegar búin. Þar eru umræður í gangi um hvernig hægt er að vera sjálfum sér nægur með mat.”


Lena Johansson ritstjóri sænska landbúnaðarblaðsins Land Lantbruk skrifar að það þurfi enga spákúlu til að sjá það fyrir, að sjálfsöryggi Svíþjóðar sé að undirgangast mikla prófun. 

 ”Búðarhillurnar eru undir árásum hamstrara og ef landamærin lokast, þá er ekki erfitt að ímynda sér hvað gerist, þegar helmingurinn af munnbitanum er innfluttur. Það er sagt, að gulrótarkakan sé það eina sem bjargar þér í kreppunni, því hveiti, gulrætur og sykur sérðu um sjálf.”


Það sem gerir ástandið í Svíþjóð enn verra er að búðirnar hafa engar birgðir.

 ”Við sjáum núna þýðingu þess að vera sjálfbær og hafa matvælaöryggi og að við höfum finnskt kjöt og önnur matvæli í Finnlandi” segir Snellman.

Hann skýrir hvernig þeir hafa getu til að mæta eftirspurn á snöggan hátt, því þeir stjórni matvælakeðjunni, en símtalið frá Svíþjóð kom á fimmtudegi: 


”Við skipulögðum framleiðsluna á föstudegi, slátruðum á laugardegi, pökkuðum á mánudegi og á þriðjudegi var allt komið á lager.”

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila