Mats Löfving lögreglustjóri í Svíþjóð fannst látinn á heimili sínu

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar lát lögreglustjórans Mats Löfving en áður en hann dó bárust honum fregnir um, að hann væri talinn sekur um misbeitingu valds, þegar hann hækkaði laun og stöðu ástkonu sinnar innan lögreglunnar. Ekki er vitað, hvernig dauða Mats Löfving bar að höndum og útilokar lögreglan ekkert í málinu sem er í rannsókn. Mynd © Johan Fredriksson (CC 3.0)

Lögreglustjórinn Mats Löfving fannst látinn á heimili sínu miðvikudagskvöld, skrifar lögreglan á vefsíðu sinni. Um klukkan 19:00 á miðvikudag var lögreglu gert viðvart í gegnum SOS um slasaðan mann innandyra. „Fórnarlambið var Mats Löfving, sem fannst látinn á heimili sínu í Norrköping“ skrifar lögreglan. Anders Thornberg ríkislögreglustjóri segir í yfirlýsingu:

„Það er með miklum söknuði og skelfingu sem mér barst þær fréttir að Mats Löfving vararíkislögreglustjóri og svæðislögreglustjóri sé látinn. Þetta er ákaflega sorglegt. Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og vinnufélögum. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja þá á þessari erfiðu stundu.“

Talinn sekur um misbeitingu valds í innri rannsókn lögreglunnar

Nánustu aðstandendum hefur verið gert viðvart og rannsókn á dauða Löfvings er nú hafin. Lögreglan vinnur að því að „fá fram“ hvað gerðist og útilokar ekki neitt t.d. morð á þessu stigi, sem er staðlað ferli við slíka atburði. Frekari athugasemdir verða ekki gerðar að svo stöddu segir lögreglan. Fyrr um daginn var birt niðurstaða rannsóknar lögreglunnar sem beindist að samskiptum Mats Löfvings, þáverandi yfirmanns aðgerðadeildar lögreglunnar, Noa, og Lindu H Staaf, þáverandi yfirmanns leyniþjónustunnar hjá Noa. Rannsakaði lögreglan, hvort Löfving hefði gerst sekur um hlutdrægni, þar sem hann og Linda H Staaf áttu í ástarsambandi. Í frétt lögreglunnar síðdegis á miðvikudag segir:

„Fyrsta spurningin snýr að ráðningu Lindu H Staaf í stöðu yfirmanns leyniþjónustunnar árið 2015. Rannsakandi heldur því fram að Staaf hafi verið veitt embættið á réttum forsendum og segist jafnframt ekki hafa fundið sannanir fyrir því, að Staaf hefði átt í sambandi við Löfving við ráðninguna. Þetta mál um skipun yfirmanns leyniþjónustunnar árið 2015 er nú til rannsóknar hjá saksóknara. Rannsóknarmaðurinn metur hins vegar að það hafi verið atvik þegar Mats Löfving, sem stjórnandi Noa, tók nokkrar ákvarðanir sem varða Lindu H Staaf, vegna þess að þau hófu þá samband.“

Ríkislögreglustjóri ætlaði að ræða við Löfving um framtíð hans hjá lögreglunni

Það snerist meðal annars um laun og framlengingu á ráðningu framkvæmdastjóra. Ákvarðanir sjálfar voru réttar, að sögn rannsóknarlögreglumannsins, en vegna sambands Löfvings og Staafs hafi verið rangt, að Löfving hafi tekið þessar ákvarðanir. Rannsóknarmaðurinn Runar Viksten segir samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu:

„Ríkislögreglustjórinn ætti að íhuga að aðskilja Mats Löfving frá embætti sínu.“

Í viðtali sænska sjónvarpsins við ríkislögreglustjórann Anders Thornberg í kvöldfréttum miðvikudagskvöld sagðist Thornberg hafa boðað Mats Löfving til samtals um framtíð hans hjá lögreglunni. Mats Löfving skrifaði í tölvupósti til Aftonbladet fyrr á miðvikudaginn þegar hann frétti um niðurstöður rannsóknarinnar um sig:

„Það var erfitt að heyra.“

Mats Löfving var 61 árs.

Nánar má lesa um málið hjá Aftonbladet og Expressen

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila