McCarthy: Höfum ekki séð neitt þessu líkt síðan Richard Nixon

Kevin McCarthy, forseti Bandaríkjaþings segist ekki hafa séð neitt sem líkist spillingunni kringum Biden síðan Nixon lenti í Watergatehneykslinu. McCarthy hefur misst þolinmæðina gagnvart Biden og gaf í skyn að ákæra á forsetann væri næsta skref í rannsókn þingsins. (Skjáskot YouTube).

Forseti Bandaríkjaþings, Kevin McCarthy, ræddi um nýjustu afhjúpanir á spillingu Joe Biden í viðtali við Fox News í gærkvöldi. McCarthy hefur hefur ekki verið að flýta sér við hugmyndina um að kæra Joe Biden vegna meints fjársvindls og sölu á ríkishagsmunum til erlendra aðila eins Kommúnistaflokks Kína.

The Washington Times greinir frá: Forseti þingsins, Kevin McCarthy, nefndi orðið „ákæra“ í viðtali á mánudagskvöldið varðandi ásakanir um spillingu Biden forseta og son hans Hunter, sem tekið hafa við erlendum peningagreiðslum. McCarthy, repúblikani frá Kaliforníu, sagði í viðtali í þætti Fox News „Hannity,“ að nýleg skjöl FBI um mögulegar erlendar mútur, sem væru studd með afriti bankareikninga, breyti gang málsins. „Það færir málið yfir á stig ákæru,“ sagði hann.

McCarthy endurvakti minninguna um þann eina Bandaríkjaforseta, sem þurfti að segja af sér embætti í ljósi spillingar og misbeitingu valds. McCarthy ser að þingið muni rannsaka ásakanir um spillingu Joe Biden:

„Þessi forseti hefur einnig gert hluti, sem við höfum ekki séð síðan Richard Nixon … hann hefur vopnavætt stjórnvöld í því skyni að gagnast fjölskyldu sinni og hefur neitað þinginu um möguleikann á að fá innsýn í málið.“

Á myndskeiðinu hér að neðan má heyra viðtalið við Kevin McCarthy, forseta Bandaríkjaþings.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila