Michelle Obama fær rúmar 100 milljónir kr. fyrir klukkutíma fyrirlestur

Michelle Obama. Mynd © Gage Skidmore (CC 2.0)

Michelle Obama fær heilar 700.000 evrur fyrir að halda klukkutíma ræðu á kaupstefnu í Þýskalandi. Það eru 102.438.000 íslenskar krónur.

Michelle Obama, lífsförunautur Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er með hátt tímakaup svo ekki sé meira sagt. Hún talaði nýlega á vörusýningu í Munchen í Þýskalandi og samkvæmt upplýsingum tímaritsins BILD fékk Michelle Obama þóknun upp á um það bil 700.000 evrur – fyrir klukkutíma fyrirlestur. Þýska blaðið skrifar:

„Þetta þýðir að hún hefur náð launum eiginmannsins. Talið er að Barack Obama dragi inn svipaða upphæð fyrir að halda ræðu.“

700.000 evrur samsvara um 740.000 dollurum eða rúmum 100 milljónum króna. Daily Mail skrifar:

„Sú upphæð er næstum tvisvar sinnum hærri en Biden þénar á einu ári sem núverandi forseti landsins.“

Að sögn breska blaðsins fjallaði ræða Michelle Obama um „aðlögun og fjölbreytileika.“ Að sögn Axios var hægt áður að bóka Michelle Obama fyrir 200.000 dollara en Barack Obama kostaði 400.000 dollara.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila