Miðaldakross fjarlægður fyrir fund G7 – ríkjanna

Annalena Baerbock leiðtogi græningja t.h. og fyrsta konan sem gegnir starfi utanríkisráðherra Þýskalands, neitar að hún sjálf hafi neitt með ákvörðunina að gera að fjarlægja miðaldagamlan kross t.v. á myndinni vegna G7 fundarins (mynd © Heinrich-Böll-Stiftung)

Fyrirskipaði að sögufrægur kross yrði fjarlægður en neitar að hafa gert það

Hinn heimsfrægi kross í hinu sögulega ráðhúsi í Münster í Þýskalandi var fjarlægður í tengslum við G7 fundinn, sem haldinn var í húsnæðinu nýlega. Rauðgræna ríkisstjórnin sætir gagnrýni fyrir vikið.

Frá árinu 1540 hafa allir borgarfulltrúar Münster svarið eið fyrir framan miðaldakrossinn. Fyrir framan sama kross var samið um friðinn í Vestfalíu, sem batt enda á þrjátíu ára stríðið, árið 1648. En þegar leiðtogafundur G7-ríkjanna var haldinn í Münster í síðustu viku var krossinn fjarlægður að beiðni ríkisstjórnarinnar. Þetta með vísan til þess að þátttakendur á fundinum, sem höfðu ólíkan menningarlegan bakgrunn, gætu annars móðgast.

Heimildir innan stjórnsýslu borgarinnar segja við ríkisstjórnina, að þau hafi aldrei upplifað annað eins áður, segir í frétt Remix News.

Atvikið hefur leitt til harðrar gagnrýni á ríkisstjórn Þýskalands. Annalena Baerbock utanríkisráðherra, sem einnig er leiðtogi umhverfisflokksins Græningja, neitar því hins vegar að hún sjálf hafi fyrirskipað, að krossinn yrði fjarlægður. Hún segir:

„Þetta var ekki meðvituð ákvörðun, vissulega ekki pólitísk ákvörðun, heldur augljóslega skipulagsákvörðun. Það hefði verið betra ef við hefðum ekki fjarlægt krossinn.“

Yfirlýsingin hefur leitt til þess, að Annalena Baerbock hefur verið sökuð um lygar. Ákvörðunin um að flytja krossinn var undirrituð af henni, segir Remix News.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila