Mikil fækkun barneigna í Svíþjóð og Finnlandi vekur undrun og áhyggjur

Óvenjulega mikil fækkun barneigna að undanförnu veldur áhyggjum í Svíþjóð og Finnlandi (mynd: Palmer House Photography CC 2.0).

Kemur á óvart hversu mikið fæðingum fækkar í Svíþjóð

Sænska sjónvarpið segir, að sænskar konur fæði sífellt færri börn. Fæðingartíðnin vorið 2022 er sú lægsta í yfir tuttugu ár samkvæmt hagstofu Svíþjóðar. Þegar Svíar voru heima við í heimsfaraldrinum, þá jukust barneignir. En nú sýna tölur frá hagstofu Svíþjóðar, að barneignir á tímabilinu janúar til apríl á þessu ári fækkaði mjög og eru tæplega 1,6 börnum á hverja konu.

Gunnar Andersson, prófessor í lýðfræði við Stokkhólmsháskóla, hnyklar augabrýrnar í undrun yfir ástandinu:

„Til skamms tíma geta verið tilviljunarkennd frávik eins og við sáum í janúar. Síðan þá hefur talan haldist umtalsvert lægri en áður. Það kemur á óvart, hvað sveiflan er stór tölfræðilega séð.“

Á milli janúar og apríl 2022 fæddust 35.467 börn í Svíþjóð. Það eru 2.483 færri börn en í fyrra á sama tímabili. Fæðingartíðnin er núna á sama lága stigi og hún var seint á tíunda áratugnum. Þá fæddust 1,5 börn á hverja konu.

Sama sagan í Finnlandi

Á fyrri hluta ársins 2022 fæddust fá börn í Finnlandi og í tveimur sveitarfélögum í Austurbotni fæddust aðeins fjögur börn. Finnska Hagstofan hefur nýlega birt skýrslu um fæðingartíðni síðustu sex mánuðina. Á milli janúar og júní fæddust 22.180 börn í Finnlandi – sem er um það bil 2.400 færri börn en á sama tíma í fyrra. Pia Sundell hjá finnsku barnaverndarsamtökunum, hefur miklar áhyggjur af ástandinu:

„Á meðan á heimsfaraldrinum stóð fengum við jákvæða aukningu, sem var mjög gott en erum aftur komin með mjög lága fæðingartíðni sem kemur samt ekki á óvart. Fyrir 2020 var ástandið þegar orðið svo slæmt, að færri börn fæddust en á hungursárunum í Finnlandi upp úr 1850, þannig að þetta er mikið áhyggjuefni.“

Fækkun barneigna heldur áfram í Finnlandi og hefur náð sögulegu lágmarki. Ein af ástæðunum telur Pia Sundell vera að „fólk er hrætt við að stofna fjölskyldu í þeim heimi sem við búum í núna.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila