Mikil mótmæli á Írlandi gegn innstreymi innflytjenda til landsins

Í lok síðasta árs voru mikil mótmæli á Írlandi gegn innstreymi 65.000 farandfólks. Reiðin er mikil yfir því, að yfirvöld hafa ekki gefið neinar upplýsingar um, hvar koma á fólkinu fyrir. Margir eru einngi mjög gagnrýnir á, að nær eingöngu er um karlmenn að ræða og því engar fjölskyldur á flótta með konur og börn.

Mótmælin hafa valdið umræðum í samfélaginu sem hafa náð inn í sal öldungadeildarinnar. Áhyggjur hafa komið fram, að vegna húsnæðiskreppunnar á Írlandi, þá geti málin farið út í öfgar og hægra fólk ásakað um að hafa „rænt húsnæðisumræðunni.“ Aðstoðarforsætisráðherrann Micheál Martin segir mótmælin vera komin út fyrir siðferðisleg mörk. Ummæli hans komu á undan nokkrum fyrirhuguðum mótmælum gegn aðstöðu sem hýsir farandfólk.

Betra landamæraeftirlit

Leo Varadkar forsætisráðherra vill, að Írland fái öflugra landamæraeftirlit þannig að ólöglegir innflytjendur komist ekki inn í landið og að hælisákvörðunum verði flýtt. Hann telur að hafa verði samráð við sveitarfélög, þótt þau hafi ekki neitunarvald, áður en farandfólk er sent þangað og að stjórnvöld verði að vinna betur. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að frá og með 10. janúar hafi hún tekið á móti „yfir 73.980 manns, þar á meðal fólki sem eru að flýja stríðið í Úkraínu og umsækjendur um alþjóðlega vernd.“ Þetta má bera saman við 7.250 einstaklinga á sama tíma í fyrra.

Nigel Farage lítur jákvæðum augum á mótmæli Íra sbr. tístið hér að neðan:

„Ólíkt Englendingum, sem segja mjög lítið, segja Írar frá – og mótmæla á götum úti – gegn þeim mikla fjölda ungra, karlkyns „hælisleitenda.“

https://twitter.com/Nigel_Farage/status/1615742925597560835?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1615742925597560835%7Ctwgr%5E140e085b7e516d1209bb3458bf128971fe97831f%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fsamnytt.se%2Fstora-irlandska-protester-mot-inflode-av-migranter%2F
https://twitter.com/ActivePatriotUK/status/1603489731966271488?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1603489731966271488%7Ctwgr%5E140e085b7e516d1209bb3458bf128971fe97831f%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fsamnytt.se%2Fstora-irlandska-protester-mot-inflode-av-migranter%2F
https://twitter.com/LangundoNashoba/status/1612078475065573376?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1612078475065573376%7Ctwgr%5E140e085b7e516d1209bb3458bf128971fe97831f%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fsamnytt.se%2Fstora-irlandska-protester-mot-inflode-av-migranter%2F
https://twitter.com/suzseddon/status/1613702628394901506?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1613702628394901506%7Ctwgr%5E140e085b7e516d1209bb3458bf128971fe97831f%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fsamnytt.se%2Fstora-irlandska-protester-mot-inflode-av-migranter%2F
https://twitter.com/Bleakhouse12/status/1612143464728109058?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1612143464728109058%7Ctwgr%5E140e085b7e516d1209bb3458bf128971fe97831f%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fsamnytt.se%2Fstora-irlandska-protester-mot-inflode-av-migranter%2F
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila