Miló var aðeins 13 ára gamall þegar byssukúla glæpahóps endaði líf hans

Enn eitt fórnarlamba glæpastríðsins hefur fengið andlit. Milo fannst látinn aðeins 13 ára gamall – skotinn í höfuðið – í skógarsvæði suður af Stokkhólmi.

Aftonbladet greinir frá því að lík Milos fannst 11. september í Handen suður af Stokkhólmi. Lisa dos Santos saksóknari skrifar í yfirlýsingu til Aftonbladet:

„Það eru upplýsingar, sem ég get ekki farið nánar út í vegna trúnaðar um frumrannsóknina, sem sýna að drengurinn varð fórnarlamb hins grófa og fullkomlega tillitslausa ofbeldis glæpaghópa.“

Samkvæmt upplýsingum blaðsins er Milo grunaður um að hafa verið myrtur á öðrum stað. Líkið var síðan flutt út í skóg, þar sem það fannst. Það er varla hægt að lýsa þjáningu eftirlifandi foreldra, vina og vandamanna. Sjá nánar um það hér.

Ókláruð mál staflast í hauga á borðum saksóknara

Því miður er Milo ekki eini ungi pilturinn sem fallið hefur í glæpastríðinu í Svíþjóð. Samkvæmt dagblaðinu Norra Skáne voru tveir 14 ára drengir, Layth og Mohamed drepnir í júlí s.l. Fyrr í september var 25 ára Mogos Amanuel drepinn með kúlu í höfuðið á leið til vinnu sinnar á hjúkrunarheimili aldraðra. Talið er að morðinginn hafi farið mannavillt og talið hann vera þann sem átti að drepa. Nýlega voru 2 drepnir á veitingastað í Sandviken. 20 ára gamall glæpamaður ásamt blindum manni á áttræðisaldri sem var fastagestur á veitingahúsinu og var staddur á „vitlausum stað á vitlausum tíma.“ Staflarnir af óloknum morðrannsóknum fórnarlamba glæpastríðsins í Svíþjóð hækkar stöðugt. Sem dæmi má nefna að fyrir einu ári síðan var 20 ára maður skotinn til bana í Kristianstad en enginn er enn handtekinn vegna morðsins. Og dæmin eru mörg. Ekki má gleyma 12 ára Adriönu, dóttur pólskrar móður, sem var að fara að kaupa ís, þegar hún fékk kúlu sem batt endi á líf hennar.

Frá því 1. janúar 2020 fram til dagsins í dag hafa 1364 skotárásir verið gerðar í Svíþjóð með 194 drepnum og 420 særðum. Þessi tala á eftir að hækka verulega fram að áramótum. Hér má sjá yfirlitskort sænska sjónvarpsins yfir skotárásir allt frá 2018. Þetta eru opinberu tölurnar, því sjónvarpið segist ekki taka þær skotárásir með sem vantar nákvæma staðsetningu og fjölmiðlar hafa ekki skrifað um. Dauði af völdum voðaskota/slysa eða sjálfsmorða er ekki tekinn með til að fá sem hreinustu mynd af morðum glæpahópanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila