Montana ræðir um að „banna bólusettum með lögum að gefa blóð“

Repúblikanar í Montana vilja banna fólki að gefa blóð, sem hefur verið bólusett gegn Covid-19. Lagatillagan er harðlega gagnrýnd og sögð geta leitt til alvarlegs blóðskorts í ríkinu. Hin umdeilda tillaga á einnig við um fólk með langtíma Covid, sem hefur í sér mikið magn af gaddapróteini veirunnar.

Byggt á grein Newsweek

Repúblikanar í Montana-fylki í Bandaríkjunum leggja fram frumvarp til að koma í veg fyrir, að fólk sem hefur tekið mRNA lyf fái að gefa blóð. Samkvæmt frumvarpinu verður það refsivert, að aðilar gefi vísvitandi m.a. blóð, blóðvökva, vefi, líffæri eða bein sem innihalda:

„Genbreytandi prótein, nanóagnir, mikinn fjölda gaddapróteina úr Covid-19 eða önnur einangruð efni mRNA eða DNA bóluefna, mRNA- eða DNA lyfjameðferða eða aðra nýja mRNA eða DNA lyfjalíftækni.“

Áhyggjur almennings af að fá hið eitraða gaddaprótein í líkamann

Að sögn repúblikanans Greg Kmetz er frumvarpið lagt fram sem svar við áhyggjum almennings yfir því að geta fengið ósjálfrátt í sig efni úr mRNA bóluefnum. Tillagan á einnig við um langtímasjúkt fólk í Covid-19, sem hefur fengið mikið magn af hinu eitraða gaddapróteini, sem „bóluefnið“ lætur líkamann framleiða frá veirunni sjálfri.

Að sögn Cliff Numark hjá blóðbirgjunum Vitalant myndi frumvarpið valda „hörmulegum skaða“ fyrir heilbrigðiskerfið og gæti minnkað blóðmagnið um allt að 80%.

„Þar að auki hafa engin sýni verið tekin til að sannreyna, hvort einhver sé með bóluefnið í blóðrásinni“ fullyrðir Numark og „þess vegna væri ómögulegt að fara eftir slíkum lögum.“ Vicky Byrd, forstjóri hjúkrunarfræðingafélagsins Montana, segir samkvæmt Newsweek:

„Blóðið okkar er öruggt. Við treystum vísindamönnum okkar og starfsfólki. Við vitum hvað þau eru að gera.“

Á sama tíma fullyrðir Rauði krossinn að blóð bólusettra, sem hafa verið bólusettir með bóluefnum viðurkenndum af bandarískum yfirvöldum, sé „öruggt fyrir blóðgjafir.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila