Mótmæli gegn kynvæðingu barna í Kanada

Í síðustu viku efndu þúsundir manna til mótmæla í ýmsum borgum í Kanada, meðal annars gegn þróun kynfræðslu í skólum, sem mótmælendur telja að valdi „ótímabærri kynvæðingu og hugsanlega skaðlegri innrætingu barna.“

Fyrstu mótmælin á miðvikudaginn voru kölluð „1 milljóna gangan fyrir börnin.“ Var verið að mótmæla, að kynfræðsla skólanna útsetji börn fyrir „kynjahugmyndafræði“ með því að meðal annars kenna um kynhneigð. Ennfremur telja mótmælendur, að kynfræðslan fjalli um „ótímabæra kynvæðingu og hugsanlega skaðlega innrætingu barna“ og taka fram að ekki sé um almenna andstöðu við málefni LGBTQ að ræða. Kanadísku ríkissjónvarpið CBC greinir frá því, að þeir sem styðja kynvæðingu smákrakka ásaki mótmælendur um að neita börnum um „mikilvæga reynslu um sameiningu og virðingu fyrir fólki með mismunandi kyn.“

Harðar deilur um kynvitund barna

Í Kanada hefur kynvitund í skólum skapað umræður undanfarna mánuði. Tekin hefur verið upp sú regla í skólum í New Brunswick og Saskatchewan, að samþykki foreldra þurfi að koma til áður en starfsfólk skóla getur notað nöfn og fornöfn sem börn yngri en 16 ára hafa valið sér. Í skóla læra börn um kynvitund í átta ára bekk.

Mótmæli eru sögð hafa verið í fjölda borga í Kanada þar og þurfti lögreglan að skilja þá sem styðja kynfræðslu frá mótmælendum. Í Victoria voru mótmælin svo mikil, að lögreglan sagði að ekki væri öruggt fyrir fólk að dvelja á svæðinu. Sagt er að um 2.500 mótmælendur hafi verið í borginni.

Trudeu ásakar mótmælendur um „transfælni“

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, ásakaði mómælendur um „transfælni“ og sagði slíkt ekki eiga heima í Kanada.

„Fóbía gegn transfólki, sam- og tvíkynhneigð eiga ekki heima hér í landi. Við fordæmum harðlega þetta hatur og tjáningu þess og stöndum sameinuð í stuðningi okkar við 2SLGBTQI+ Kanadamenn um allt land – þið skiptið máli og eruð metnir“ skrifaði hann á X (sjá hér að neðan).

Lögreglan í Ottawa handtók nokkra einstaklinga fyrir að „færa fram hatursfullt efni.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila