MUSK: SAKSÆKJUM FAUCI

Hallur Hallsson skrifar:

Elon Musk birti Twitter færslu að morgni sunnudags sem fór eins og eldur í sinu um Ameríku en náði
ekki að breiðast upp á Efstuleiti Íslands, svo kominn er tími að bæta úr. Elon Musk skrifaði á Twitter:
“Fornöfn mín eru Saksækjum/Fauci … My Pronouns are Prosecute/Fauci.“ Anthony Fauci er 82 ára,
forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna; maðurinn bakvið covid; maðurinn bak við
veirurannsóknir í Wuhan í Kína uppsprettu covid faraldursins; helsti ráðgjafi Joe Biden í
heilbrigðismálum. Ég hef sagt frá heimildamynd Robert F. Kennedy jr. sem afhjúpar Fauci sem
glæpamann með skelfilega glæpi á samviskunni: The Real Anthony Fauci: The Movie.

Elon Musk póstaði einnig á Twitter þar sem Fauci hallar sér upp að Biden: “JUST ONE MORE
LOCKDOWN MY KING … BARA ENN EINA EINANGRUN, KONUNGUR MINN.“ Elon Musk er með
innherja upplýsingar innan úr Twitter. “Fauci laug að Congress, fjármagnaði rannsóknir sem hafa
kostað millónir manna lífið. Ekki rosalegt IMO [In My Opinion],“ skrifaði Elon Muskm versta martröð
vinstri manna, Davos og glóbalista.

LANDRÁÐ FAUCI

Anthony Fauci hefur logið öllu sem logið verður. Ég setti ummæli hans: “When People Are
Vaccinatied They‘re Not Going To Get Affected. – þeir sem eru vaksineraðir, smitast ekki.“ Málið er
miklu mun alvarlegra en þetta. Anthony Fauci verður saksóttur fyrir glæpi gegn mannkyni, svo
alvarlegt er málið. Hann verður dæmdur fyrir landráð. Viðurlög þekkjum við öll, ekki satt?

Hverjum glymur klukkan …

Demókratar nötra af skelfingu. Musk hefur þegar opnað Pandórubox Biden-feðga og ormarnir skríða
upp úr boxinu. Þar heldur verður ekki aftur snúið, ólýsanlegir glæpir. Íhugið: RÚV heldur hlífiskildi yfir
barnaníði, mansali, mútum og glæpum Biden-feðga. Hversu svart er það? Íhugið: Elon Musk hefur
þegar lokað yfir 40 þúsund barnaníð svartholum á Twitter sem þrifust undir leiðsögn demókrata.

Elon Musk hefur sagt að þegar hann keypti Twitter, þá fékk hann í kaupbæti glæpavettvang – crime
scene. Veltið fyrir ykkur allri lyginni sem rúv hefur ropað úr iðrum yfir þjóðina í öll þessi ár …

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila