Mútur Burisma til Bidenfeðga afhjúpaðar á 17 hljóðupptökum

Öldungadeildarþingmaðurinn Chuck Grassley, repúblikani frá Iowa, hélt ræðu í öldungadeild þingsins síðdegis í gær 12. júní um deilur við FBI um FD-1023 skjalið, sem inniheldur sönnunargögn um að Joe Biden hafi fengið 5 milljón dollara mútur frá yfirmanni úkraínska orkufyrirtækisins Burisma á meðan hann var varaforseti.

Í ræðunni sagði Grassley, að sú útgáfa af FD-1023 sem eftirlitsnefnd þingsins birti í síðustu viku hafi verið mjög klippt og ritskoðuð útgáfa. Grassley hafði áður séð óklippta útgáfu skjalsins.

Tók upp 2 samtöl við Joe Biden og 15 samtöl við Hunter Biden og geymdi sem tryggingu

Hann upplýsti síðan þingheim um, að útlendingurinn á bak við múturnar hefði tekið hljóðupptökur af samtölum sínum við Joe Biden (tvö hljóðbönd) og Hunter Biden (fimmtán hljóðbönd). Þar kemur fram, að Joe Biden átt þátt í því, að Burisma réði Hunter Biden í stjórn fyrirtækisins. Grassley kallar eftir opinberri útgáfu FD-1023 „án óþarfa breytinga“.

Í ræðu sinni sagði Grassley:

„…Þingið skortir enn fulla heildarmynd málsins með tilliti til þess sem skjalið segir. Þess vegna er mikilvægt að skjalið verði gert opinbert fyrir bandarísku þjóðina án óþarfa ritskoðunar. Hver hefði trúað því að ritskoða þurfi skjöl sem eru ekki leynileg?“

„Leyfið mér þannig að koma til hjálpar í þeim tilgangi að auka gagnsæi málsins. Í skjali 1023 sem fór fyrir nefndir fulltrúadeildarinnar var búið að klippa burtu, að útlendingurinn sem á að hafa mútað Joe og Hunter Biden, tók hljóðupptökur af samtölum sínum við þá. Sautján slíkar hljóðupptökur.“

„Samkvæmt skjali 1023 á útlendingurinn fimmtán hljóðupptökur af símtölum milli hans og Hunter Biden. Samkvæmt 1023 á útlendingurinn tvær hljóðupptökur af símtölum milli hans og þáverandi varaforseta Joe Biden. Að sögn voru þessar upptökur geymdar sem eins konar trygging fyrir útlendinginn, ef til þess kæmi að hann lenti í þröngri stöðu.“

„1023 gefur líka til kynna, að þáverandi varaforseti Joe Biden hafi tekið þátt í að Burisma réði Hunter Biden.“

Hlýða má á stuttan myndbút á Twitter hér að neðan á ræðu Chuck Grassley og þar fyrir neðan á ræðuna í heild á YouTube:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila