Nató: Herir okkar munu verða loftslagsvænir

Hertæki sem nýtir sólarorku t.v. og Jens Stoltenberg, aðalritari Nató til hægri (skjáskot Instagram/mynd © Nató).

Á meðan Rússar og Kínverjar einbeita sér að því að byggja upp heri sína á hefðbundinn hátt, þá einkennir stolt, fjölbreytileiki og nú síðast loftslagið herlið Vesturlanda.

Í stefnumótun sinni frá síðasta ári hélt hernaðarbandalagið Nató því fram, að innviðir, eignir og herstöðvar væru viðkvæmar fyrir meintum áhrifum loftslagsbreytinga.

Að sögn Jens Stoltenberg, aðalritara Nató, er hamfarahlýnun einnig hvati átaka og nú er áskorunin sú að sameina þarfir á virkum nútímaher með minna kolefnisspori. Til að ná fram þessum grænu markmiðum, þá hefur Nató meðal annars stofnað nýsköpunarsjóð og miðstöð sérfræðinga í loftslagsbreytingum sem eiga að þróa loftslagssnjalla hertækni. Stoltenberg segir:

„Samkeppnin eykst um það sem er af skornum skammti eins og vatn og land og fær milljónir manna til að yfirgefa lönd sín. Allt það hefur áhrif á öryggi okkar.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila