New York: Óbólusettir fá störfin tilbaka

Margir af þeim sem voru reknir úr vinnu fyrir að vilja ekki bólusetja sig voru slökkviliðsmenn (mynd Marc Anthony Gusman/Marco Verch CC 2.0).

Rök Hæstaréttar New York: Bóluefnið kemur hvorki í veg fyrir að viðkomandi geti smitast né að veiran smitist yfir í aðra

Hæstiréttur í New York hefur ákveðið að allir opinberir starfsmenn, sem voru reknir vegna þess að þeir létu ekki bólusetja sig gegn covid-19, fái vinnu sína aftur. Dómstóllinn bendir á, að bóluefnið komi hvorki í veg fyrir að einhver smitist af veirunni né að smitið berist til annarra.

Jafnframt ákvað Hæstiréttur, að starfsmenn eiga rétt á þeim launum sem þeir misstu í tengslum við uppsagnirnar og bendir á að brotið hafi verið á grundvallarréttindum þeirra.

Í New York borg voru um 1.400 óbólusettir opinberir starfsmenn – margir þeirra lögreglumenn og slökkviliðsmenn – reknir fyrr á árinu, þegar Bill de Blasio, fyrrverandi borgarstjóri kom á bólusetningaskyldu fyrir starfsmenn borgarinnar.

Nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, hefur einnig sagt, að stjórn hans muni ekki endurráða þá sem hafa misst vinnuna vegna bólusetningarstöðu sinnar.

Borgaryfirvöld mismuna fólki eftir því hver á í hlut, segja bólusetningaskyldu í gangi en leyfa íþróttamönnum og sviðslistamönnum að sniðganga lögin

Adams hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að leyfa íþróttamönnum og sviðslistamönnum að komast undan ströngum bólusetningarkröfum – og hefur það fengið marga til að benda á hræsni borgaryfirvalda og geðþótta ákvarðanatöku. Andrew Ansbro, forseti FDNY félags slökkviliðsmanna í New York sagði:

„Ef að kröfur um bólusetningu eru sniðgengnar af sumum í borginni, þá verður að taka burtu kröfurnar hjá öllum. Ef farið er eftir vísindunum þá sýna þau, að engin hætta er á ferðum núna og að gera hundruð slökkviliðsmanna, lögreglu og annarra neyðarliða atvinnulausa er ekki í þágu borgarinnar. Það er ekki örugg.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila