Nigel Farage: Glóbalista-fjölmiðlar að baki hömlulauss fólkinnflutnings til Bretlands

Brexit leiðtoginn Nigel Farage segir óreiðuna í breskum stjórnmálum halda áfram. „Alþjóða fjölmiðlar elta ráðherra, sem eru að reyna að spyrna gegn straumi innflytjenda yfir Ermarsundið“ segir Farage.

Straumur flóttamanna yfir Ermasund heldur áfram

Brexit hefur ekki stöðvað alla innflytjendur sem koma til Bretlands. Á einum degi geta allt að 1.000 manns farið yfir Ermarsundið, segir Nigel Farage (sjá myndband neðar á síðunni). Það sem af er ári eru það um 40.000 manns. Þetta eru ungir albanskir ​​menn, sem síðan er farið með á hótel, útskýrir Farage í GB News:

„300 hótel víðs vegar um landið eru nú þegar full. Svo núna leita yfirvöld örvæntingarfull eftir gistirými. Talað er um að nota jafnvel kastala fyrir innflytjendur.“

Að sögn BBC þá sagði Suella Braverman innanríkisráðherra ljóst, að hún vilji stöðva „innrásina“ í landið og laga hið „vonlaust slappa“ hæliskerfi.“ Hún sagði nýlega á þingi:

„Hættum að láta eins og þetta séu allt flóttamenn í neyð. Allt landið veit, að það er ekki satt.“

Glóbalistaelítan ræðst á hana vegna afstöðu hennar í innflytjendamálum. Nigel Farage segir og skrifar á Twitter:

„Suella Braverman hefur sagt harðari hluti um þessa kreppu en nokkur annar ráðherra. En alþjóðlegir fjölmiðlar elta hana á röndum. Þeir vilja fá hana rekna úr ríkisstjórninni.“

„Brexit andstæðingar og glóbalistar ráðast að henni. Hún segir, að það sem gerist á Ermarsundi sé innrás. Ég hef notað þetta sama orð í tvö ár. Ég vona, að hún standi sig, en trúðu mér, elítan er á eftir henni, því hún þorir að segja, að margir þeirra sem koma hingað séu ekki flóttamenn.“

Deila