NORSK ÁRÁS Á ÞÝSKU ÞJÓÐINA

Hallur Hallsson skrifar:

Í byrjun júní 2022 samþykkti mikill meirihluti norska stórþingsins varnarsamning við Bandaríkin sem markaði  mestu þáttaskil í utanríkismálum frá 1949 þegar Noregur gekk í Nato. Vinstri & hægri blokkirnar tóku höndum saman undir forystu Jónasar Gahr Støre forsætisráðherra gegn jaðarflokkum. Fjórar bandarískar herstöðvar í Noregi fengu sömu stöðu og Keflavíkurflugvöllur í den; bandarísk lög og  leynd gilda innan herstöðvanna. Rygge Østfold í nágrenni Moss, Sola skammt frá Stafangri og Evenes og Ramsund í N-Noregi.

ÁRÁS INNAN MÁNAÐAR

Innan við mánuði frá samþykkt Stórþingsins höfðu Noregur og Bandaríkin gert árás á þýsku þjóðina með því sprengja Nord Stream gasleiðsluna 29.júní 2022. Árásin í Eystrasaltinu er ein skæðasta efnahagsárás sögunnar og hafði í för með sér stórfellda metan mengun. Bandarískar sérsveitir komu sér fyrir í Noregi við skipulagningu og Norðmenn völdu staðinn í Eystrasalti skammt frá Borgundarhólmi. Norsk P-8 þota varpaði bauju í sjóinn þremur dögum fyrir sprenginguna örlagaríku sem svipti Þjóðverja ódýru gasi og skilur eftir berskjaldaða fyrir vetrarhörkum.  Samþykkt Stórþingsins var keyrð í gegn um þingið í upphafi sumars meðan norska þjóðin hafði hugann við sól og sumar. Árásin er auðvitað á rússneska gasleiðslu en þýska þjóðin er þolandi sem á allt undir að fá ódýrt gas. Þýskir stjórnmálamenn hafa snúist gegn þýskum almenningi í pólitísku valdatafli. Sextíu og tvö ár voru liðin frá árás nazista í Noreg. Fyrsta norska gasið rann um Eystrasalts-gasleiðsluna til Póllands tveimur dögum síðar eða þann 1.október. Verð á gasi rauk upp.

RÚSSUM KENNT UM

Rússum er kennt um árásina sem Jói Biden hótaði með Ólaf Stolz kanslara sér við hlið í Washington í febrúar 2022. “We will bring an end to it,“ sagði Biden. Bandaríski verðlauna blaðamaðurinn Sy Hersh uppljóstraði um árásina í ítarlegri grein en CNN, Washington Post og New York Times þagga. Þýskir falsmiðlar hafa  þurft að hagræða og breyta skoðun sinni á Hersh. Fyrir uppljóstrun sína var Hersh „…legendary American journalist, world famous“ sem upplýsti um My Lai fjöldamorðin í Víetnam 1970 og pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak 2004. Eftir uppljóstrun er Hersh „…controversial who in a poorly written blog post“ heldur því fram að US hafi sprengt gasleiðsluna.. Þetta er auðvitað bara grátbroslegt. Samt hafa einstakir þingmenn tekið umræðuna  í Bundestag. Að vísu voru ekki margir viðstaddir en orðið berst út. Evrópuþingkonan Claire Daly hefur vakið máls á árásinni í Evrópuþinginu og þingkonan Sevim Dagdelen í Bundestagen.


Ég hef ekki séð falsmiðlar okkar segja frá uppljóstrun Sy Hersh. Þeir sjá  ekki, heyra ekki, segja ekkert. Hversu vandræðaleg er vestræn blaðamennska, hversu vandræðaleg er íslensk blaðamennska?

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila