Ný skýrsla sænskra yfirvalda: Búist við að morðum og nauðgunum fjölgi verulega

Í nýrri skýrslu sænskra yfirvalda spá fjölmargar stofnanir svartri framtíð varðandi þróun glæpa í Svíþjóð. Glæpir munu halda áfram að aukast mikið og búist er við að mesta aukningin verði vegna morða og nauðgana en slíkir glæpir krefjast mesta starfs lögreglu og yfirvalda. Skýrslan er gerð í samvinnu Afbrotavarnarráðs við m.a lögregluna, dómstólakerfið, stjórnir fangelsa og embætti saksóknara (sjá pdf neðar á síðunni).

Ríkisstjórn jafnaðarmanna ítrekaði á tveimur kjörtímabilum, að hún myndi og væri alveg við það að „brjóta niður glæpaklíkurnar.“ Niðurstaðan hefur hins vegar verið þveröfug. Aðallega innflytjendatengdum glæpum hefur fjölgað með nýjum mettölum á hverju ári, meðal annars í fjölda skotárása, sprengjuárása og mannsfalli. Samkvæmt hinni nýju skýrslu telur ríkissaksóknari Svíþjóðar að önnur ríkisstjórn muni ekki heldur ná neinum betri árangri. Spáð er áframhaldandi mikilli aukningu alvarlegra glæpa í Svíþjóð, sem kosta samfélagið mest eins og morð og nauðganir.

Morðum og nauðgunum fjölgar mest

Samkvæmt skýrslunni, sem hefur hlotið nafnið „Umfang verkefna í réttarfarskeðju framtíðarinnar“ og er unnin af lögregluembættinu, saksóknaraembættinu, sænsku dómstólunum og fangelsismálastofnuninni í samstarfi við afbrotavarnaráðið, þá munu alvarlegir glæpir aukast um tæp 10% á yfirstandandi kjörtímabili. Mesta aukning verður á morðum og nauðgunum. Yfirvöld mála einnig sífellt svartari framtíð um öryggi barnanna. Talið er að ránum gegn börnum, sem oftast eru samsett ofbeldis- og niðurlægingarrán, muni fara fjölgandi. Gerendur þessara glæpa eru venjulega glæpahópar unglinga og ránsfengurinn oftast farsímar og tískuföt.

Áframhaldandi nýliðun unglinga til glæpahópana

Skýrsluhöfundar telja ennfremur, að glæpahóparnir sem aðallega tengjast innflytjendum muni halda áfram að vaxa svo búast má við enn frekari nýliðun unglinga til glæpahópanna. Glæpahóparnir hafa notið stuðnings ríkisstuddra fjölmiðla sem hafa básúnað út glæpahóparappi, sem kynnir glæpalífið sem aðlaðandi valkost fyrir börn og unglinga. Dómskerfið, umfram allt lögreglan, hefur átt í miklum vandræðum með að takast á við glæpaþróunina. Fjármagnsskortur neyðir lögregluna til að forgangsraða hvaða glæpi eigi að rannsaka og hverja eigi að leggja til hliðar.

Ríkissaksóknari tekur fram, að viðbúnaðurinn sé eilítið betri fyrir aukningu þeirra afbrota sem í vændum er. Petra Lundh ríkissaksóknari segir í athugasemd við færsluna á heimasíðu saksóknara, þar sem skýrslan er kynnt, að þeir hafi þegar ráðið til sín fleiri saksóknara og muni ráða enn fleiri til viðbótar. Jafnframt hefur það aukinn kostnað í för með sér fyrir skattgreiðendur. Sem ljós punktur og mótvægi gegn slæmum tölum er gert ráð fyrir að afbrotum í heildina tekið fækki um 3% prósent á kjörtímabilinu m.q. líkamsárásarglæpir og þjófnaður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila