Nýja aðferðin: Arabar „flýja“ til Evrópu á þotusleðum

Menn þurfa að vera efnaðir til að kaupa ferð á sjóþotusleða frá Afríku til Evrópu fyrir tæpar 1,5 milljónir íslenskar krónur. Þetta er samt nýja flóttaaðferðin frá Marokkó til Evrópu. Myndin sýnir þotusleða í einstakri listasveiflu (mynd John Carver CC 2.0).

Borga 10 þúsund evrur til að fá ferð á þotusleða til Spánarstranda

Ólöglegir innflytjendur frá Marokkó borga nú allt að 10 þúsund evrum (tæpar 1,5 milljónir íslenskar krónur) fyrir að komast til Spánar á þotuskíðum, segir í frétt Remix News.

Notkun á þotuskíðum til að komast ólöglega til Spánar frá Marokkó hefur tekið kipp undanfarna mánuði.

Yfirvöld eiga í erfiðleikum með að greina þotuskíðin á ratsjám sem gerir það erfitt að handtaka bæði innflytjendur og mannsmyglara.

„Undanfarnar vikur hefur fjöldi Marokkómanna sem koma á þotum margfaldast“ segir heimildarmaður innan spænsku borgaravarðliðsins við El Confidencial.

Þotuskíðin eru notuð af glæpasamtökum sem stunda mansal. Þeir rukka allt að 10.000 evrur fyrir hverja ferð, að sögn heimildarmannsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila