Nýjasta loftslagskreppuráðið: „Ekki fleygja jólatrénu – þú átt að borða það í staðinn“

Þeir stálheppnu fá mikið af góðgæti með á jólatrénu þegar þeir búa til dýrindis eftirjólamáltíð úr trénu (mynd endurbætt skjáskot á netinu).

Líklega eru flestir Íslendingar, þegar búnir að fleygja jólatrénu sem prýddi heimilið yfir jólin og þá mun hið fornkveðna sannast: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Fyrir hina sem enn eru svo heppnir að hafa ekki fleygt trénu er nefnilega komin mataruppskrift að því, hvernig fara á að því að borða jólatréð og verða ein af fremstu hetjum í baráttunni gegn loftslagskreppunni. Hinn stálheppni fær maríubjöllur, trjálýs og termíta í kaupbæti en allt að 25 þúsund skordýr geta fundist í góðu jólatré. Jólatré eru hinn besti matur segir breskur furukokkur. Kannski bætist nýr jólasveinn í hópinn á Íslandi: Jólatréshákur, sem nær sér í bita af jólatrénu á meðan húsráðendur sofa.

Og jólatréð verður kræsin máltíð ef marka má Michelín-stjörnukokka. John Williams, yfirmatreiðslumaður Ritz veitingastaðarins, segir að hægt sé að nota „ilmandi og kryddaðar“ nálar til að auka bragðið m.a. af sellerí. René Redzepi á þriggja Michelin-stjörnu Noma í Kaupmannahöfn segir, að Observer-furan hafi verið fastur liður á veitingastað hans í næstum 20 ár.

Uppselt á kvöldverð þar sem jólatré voru snædd

„Þú getur nánast borðað allt“ segir Julia Georgallis, höfundur bókarinnar „Hvernig þú matreiðir jólatréð“. Meðal annars má búa til bragðbættan ís, súr egg, súrt grænmeti og bragðbætt gin. Furunálarnar má nota eins og rósmarín eða lárviðarlauf í matargerð til að búa til bragð af sítrus og furu og eru þær einnig góð uppspretta C-vítamíns. Ef heimilismenn fá (k)viðarverk má brenna viðarafganginn og þeyta öskuna í blandara til að búa til svart bragðefni í annan mat. Verður einhver öskuafgangur nýtist hann til þrifa í görðum og í eldhúsinu.

Uppselt var á jólatréskvöldverð Juliu á Host of Leyton í austurhluta London. Á matseðlinum voru m.a. fylltar, djúpsteiktar ólífur, gulrót með rauðrófum og furu, greniís sundae og hnetukaka með hvítu furutei. Hún segir loftslagskreppuna helsta drifkraftinn að baki matargerð úr jólatrjám:

„Kreppan hefur gert alla miklu meðvitaðri um hvað þeir borða, hvernig þeir borða og hvernig þeir kaupa og rækta efni. Það besta fyrir umhverfið er vera alls ekki með jólatré á heimilinu en fyrir þá sem ekki geta sleppt vananum, þá á að nýta tréð eins mikið og hægt er. Fimm feta jólatré er líklega um 12 ára gamalt. Ég skil ekki, af hverju við erum að skera niður þúsundir trjáa á ári og halda í gíslingu í húsum okkar, því trén eru okkar bestu vopn gegn loftslagskreppunni.“

Sumar fururæktir getur verið mjög eitraðar

Furuafurðir má einnig vinna úr lifandi trjám. Michelín-kokkurinn Redzepi sagðist hafa byrjað að elda með furu fyrir næstum 20 árum, með því að nota sprota úr skóginum eftir að hann las um það í franskri bók.

„Við fórum í skóginn og byrjuðum að tína furunálar – þær eru ótrúlegir. Við uppgötvuðum síðan, að þroskuðu nálarnar gætu bætt við furu- og sítruskeim. En það er mikilvægt að nota aðeins lífræn tré, sem ræktuð eru án skordýraeiturs. Við förum aðeins inn í villtan skóg, þar sem sumar fururæktir getur verið mjög eitraðar.“

„Hugsaðu um furu sem rósmarín – sem má nota í nánast hvað sem er. Lífrænar furunálar má mylja til að bragðbæta gin eða edik. Ég held að Bretar myndu hafa mjög gaman af því. Þú getur líka bara blandað þeim í edikið vegna furubragðsins – það er frábært.“

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila