Nýtt „IKEA“ opnar búðir í Rússlandi

Eftir að Ikea yfirgaf Rússland á síðasta ári ásamt mörgum öðrum stórfyrirtækjum, þá kemur kópían sem ætlar að mæta allri eftirspurn eftir sænskum húsgögnum.

Eftir að Samband verslunarmiðstöðva í Rússlandi skrifaði undir samning við hvítrússneska „Swed House“ mun IKEA kópían opna tíu verslanir í Moskvu. Þar verða seldar kópíur af vörum sænska húsgagnarisans með sömu sænsku nöfnum.

Að sögn Bulat Shakirov, formanns verslanasambandsins, mun hver búð verða allt að 1.000 fermetrar að flatarmáli og áætlað er að opna allt að 50 búðir víðs vegar um Rússland á næstu árum. Eftir að Ikea fór úr landi ríkir söknuður og löngun eftir sænskum húsgögnum, að sögn Shakirov. Þegar hafa borist yfir hundrað beiðnir frá verslunarmiðstöðvum sem vilja fá IKEA kópíuna til sín.

Starbucks varð að „Star Coffee“

Síðan Rússar réðust inn í Úkraínu hafa kópíur margra stórfyrirtækja sprottið upp. Til dæmis varð McDonald’s að „Vkusjno & Toschka“ og Starbucks varð að „Star Coffee“ eða Stjörnukaffi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila