Nýtt „læknaauðkenni“ á Youtube birtir eingöngu nöfn lækna sem fylgja fyrirmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar

Í gegnum nýja svokallaða „heilsufarsviðbót“ á Youtube verður hægt að sjá nöfn viðurkenndra lækna á síðunni. Youtbe segir viðbótina „veita notendum betri heilsufarsupplýsingar.“ Í reynd fá engir læknar „auðkenningu“ nema að þeir vinni samkvæmt fyrirmælum WHO. Aðrir læknar og heilbrigðisstarfsmenn sem einhverra hluta vegna verða ekki samþykktir af WHO munu ekki verða auðkenndir sem læknar á Youtube. 

Tæknirisinn YouTube kynnir nýja aðferð fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra í heilbrigðisstéttinni til að auðkenna sig á síðum Youtube. Með aðstoð Youtube Heilsunnar „Youtube Health“ geta læknar og aðrir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar skráð reikning hjá Youtube og þá munu samskipti viðkomandi verða merkt með heilsuauðkenni Youtube. Til dæmis verða myndböndin merkt með að viðkomandi sé læknir. Youtube skrifar í opinberri yfirlýsingu:

„Þetta felur í sér, að upplýsingaveitur um heilbrigðismál geta hjálpað áhorfendum að bera kennsl á myndbönd frá viðurkenndum heimildum og veitt myndböndum viðurkenndra aðila forgang. Það auðveldar notendum að finna og meta heilsufarsupplýsingar á netinu, þegar notendur leita að slíkum upplýsingum.“

Tæknirisinn segir auðkennin hjálpa fólki að finna „rétta heilsuráðgjöf frá faglegum heilbrigðisstarfsmönnum.“ Í reynd munu auðkennin þó aðeins gilda um „ákveðna flokka heilbrigðisstarfsmanna.“ Þeir sem sækja um auðkennin, verða fyrir utan að leggja fram sannanir fyrir starfi sínu, einnig að tryggja að þeir fylgi eingöngu þeim leiðbeiningum sem WHO setur.

„Umsækjendur verða að færa sönnur á starfsleyfi sínu, fylgja kröfum um deilingu heilsufarsupplýsinga af hálfu Læknaráðs sérgreinasambands lækna „Council of Medical Specialty Societies,“ þjóðlegu læknaakademíunnar „National Academy of Medicine“ og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO – ásamt því að hafa virta eigin rás á YouTube.“

Þetta þýðir í reynd, að hægt er að neita þeim læknum um auðkenni Youtube, sem ekki fylgja tilgreindum kröfum WHO. Youtube lýsir heilsuauðkennunum sem„skilvirkari samskiptum“ rásarinnar sem bæta muni heilsu fólks.

„Árangursrík samskipti eru kjarninn í því að bæta heilsu fólks. Við hlökkum til næsta áfanga í starfi okkar að tengja fólk við viðurkenndar heilsufarsupplýsingar sem byggjast á staðreyndum og eru menningarlega viðeigandi.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila