Nýtt met í ólöglegum innflutningi fólks til Bandaríkjanna

Í stjórnartíð Biden hefur tala ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum farið fram úr öllum fyrri tölum og slegið ný met. (Mynd Joe Biden Bandaríkjaforseti © Hvíta húsið).

Óllöglegur innflutningur til Bandaríkjanna hefur bókstaflega farið úr böndunum. Bara í ágústmánuði voru 304.162 manns handteknir af landamæralögreglunni í tilraun til að smygla sér inn í Bandaríkin. Er það 5-10 sinnum meira en í stjórnartíð bæði Obama og Trumps. Frá því að Joe Biden forseti tók við embætti hafa landamæraeftirlitsmenn handtekið meira en 7 milljónir manna sem hafa komið ólöglega inn í landið.

Washington Examiner segir ásóknina að komast ólöglega til Bandaríkjanna aldrei hafa verið meiri. 181.059 voru handteknir á suður landamærunum, þar af voru um 74.000 einhleypir fullorðnir, 19.000 fjölskyldumeðlimir og 13.500 voru fylgdarlaus börn. 51.913 manns voru skilríkjalausir og gætu hafa sótt um hæli. Um það bil 20.000 innflytjendur voru handteknir á norðurlandamærunum í höfnum og á flugvöllum. Ekki er sérstaklega gert grein fyrir um 50.000 manns.

Síðan Joe Biden forseti tók við embætti hefur landamæralögreglan handtekið meira en 7 milljónir manna sem hafa komið ólöglega inn í landið. Aukningin í ágúst er óvenjuleg vegna þess að ólöglegum innflytjendum fækkar venjulega yfir sumarmánuðina þegar það er mjög heitt nálægt landamærunum. Aukningin bendir til þess að búast megi við enn meiri ólöglegum innflutningi þegar hitastig lækkar í haust.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila