Ofbeldið er 100% innflytjendastefnunni að kenna

Að sögn Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata, er stjórnmálamönnum sem bera ábyrgð á innflytjendastefnu Svíþjóðar hundrað prósent að kenna um þróun hins hryllilega ofbeldis í landinu. Hefði þessi ranga stefna ekki verið við lýði, þá hefði Svíþjóð aldrei lent í þeirri skálmöld sem nú geisar.

Jimmie vill kanna, hvort hægt verði að beita hernum gegn glæpahópunum.

Vill kanna að beita hernum gegn glæpahópunum

Jimmie Åkesson segir í viðtali við Expressen:

„Það gæti verið herlögreglan, að endurreisa neyðarlögreglu til að efla eftirlit á ýmsum sviðum, láta hana sinna einhverjum af öðrum eftirlitsstörfum lögreglunnar svo lögreglan geti farið inn á þessi svæði eða á annan hátt notað þann herafla sem við höfum.“

„Sérfræðingar“ karpa enn um ástæður ofbeldisins

Á meðan glæpasérfræðingar og blaðamenn eru enn að velta fyrir sér orsökinni til þess að einmitt Svíþjóð hefur lent í svona miklu glæpaofbeldi, þá vefst það engan veginn fyrir Jimmie Åkesson:

„Ofbeldið er 100% innflytjendastefnunni að kenna. Án hinnar óábyrgu innflytjendastefnu hefðu þessi þættir aldrei fengið að dafna. Við værum ekki með fólk sem fæðist í Svíþjóð en býr andlega í öðrum heimshluta eða finnur sjálfsvitund sína í þessum klíkum eða ættum.“

Danmörk talar um orsök vandans

Fyrir nokkru sagði Mette Fredriksen á blaðamannafundi:

„Burtséð frá því hvar fólk á heima í Danmörku og burtséð frá því hverjir það eru, þá á fólk að sjálfsögðu að geta verið öruggt, þegar það gengur út um útidyrnar. Því miður er það ekki raunin í dag. Í dag hefur næstum þriðji hver íbúi á sérstaklega viðkvæmum svæðum orðið fyrir barðinu á glæpahópum í sínu hverfi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að vöxtur grófra ofbeldisverka kemur fram í tölfræðinni með þjóðernislegri slagsíðu. Alvarlegri þjóðernislegri slagsíðu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila