Óopinberar kínverskar „lögreglustöðvar“ út um allan heim – meðal annars á Norðurlöndum

Samkvæmt skýrslu Safeguard Defenders (sjá neðar á síðunni), þá hafa að minnsta kosti tvær kínverskar lögreglusveitir komið á fót svokölluðum „þjónustuskrifstofum erlendis.“ Samtals er um að ræða 54 óopinberar stöðvar í 21 mismunandi löndum í fimm heimsálfum, flestar í Evrópu samkvæmt BBC. Ein stöðvanna á einnig að vera staðsett í Stokkhólmi, Svíþjóð og er tilgangur hennar sagður vera að njósna um kínverska ríkisborgara.

Opinberlega starfa stöðvarnar með ræðisskrifstofum, en samkvæmt fréttinni vinna þær í raun með „sannfæringaraðgerðum“ þar sem Kínverjum sem hafa gagnrýnt stjórnina er snúið aftur til heimalands síns til að sæta réttarhöldum.

Þrátt fyrir að Kínverjar sem gagnrýna stjórnarfarið séu langt fyrir utan Kína er leitað að þeim til að þagga niður í þeim. Fólki er einnig hótað með að tala um að eitthvað geti komið fyrir ættingja þeirra, sem enn eru í Kína.

Samkvæmt skýrslunni, þá „sannfærðu“ kínversk yfirvöld 230.000 Kínverja til að snúa aftur til Kína til að sæta réttarhöldum á tímabilinu á milli apríl 2021 og júlí 2022.

Í tölvupósti til Dagens Nyeheter DN skrifar leynilögregla Svíþjóð, Säpo, að þeim sé kunnugt um upplýsingarnar en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um þær.

Utanríkisráðherra Svíþjóðar segist líta alvarlegum augum á upplýsingarnar og ætlar að setja leynilögreglu Svíþjóðar, Säpo, í málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila