Orbán og Salvini sameinast um að stöðva fjöldainnflutning til Evrópu

Á fundi s.l. fimmtudag sameinuðust Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands og Matteo Salvini varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra Ítalíu um mikilvægi sterkra þjóðríkja til að lyfta evrópskri menningu á kristnum gildum og landamæravörnum í forgang ESB. Á sameiginlegum blaðamannafundi sagði Orbán: “Við trúm því báðir að Evrópa verði ekki sterk án kröftugra og framgangsríkra þjóða; að setja verður evrópska menningu byggða á kristnum gildum í forgang og að verja verður landamæri Evrópu gegn innrás fjöldainnflutnings.”  Hældi Orbán Salvini fyrir “að hafa náð árangri á hafi sem Ungverjar hafa gert á landi. Íbúar Evrópu vegnar betur ef þeir hlusta á Ítalíu og Ungverjaland í stað Macron Frakklandsforseta.” Kostnaður Ungverja við landamæravarnir eru yfir einn milljarð evra en ESB neitar að taka þátt í kostnaðinum. “Taka ber völdin yfir innflytjendamálum af ESB og setja þau í staðinn í hendur nýrrar stofnunar með innanríkisráðherrum aðildarríkja Schengen.”

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið Viktor Orbán til vinnufundar í Washington til að ræða orkumál, varnarsamstarf, tvíhliða samstarf og öryggismál.

Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila