Orkusamband Evrópuríkja hefur haft neikvæð áhrif á atvinnulíf í Svíþjóð

Svíþjóð hefur ekki haft þann ávinning af orkusambandi Evrópusambandsins sem lofað var. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir meðal annars að orkufyrirtæki sem komin séu með hlutdeild á sænskum raforkumarkaði hamli vexti fyrirtækja með uppsettu verðlagi og haldi þannig fyrirtækjunum niðri, sem eðli málsins samkvæmt hafi bæði neikvæð áhrif á fjárhag fyrirtækjanna og atvinnulíf almennt. Gústaf segir að þannig sé hvorki sé um gull og græna skóga að ræða þegar kemur að því að ganga í orkusamband með Evrópuríkjum, enda séu neikvæð áhrif af Evrópusambandinu hrópandi

enda er Bretland að ganga út og það er kreppa víða í löndum sambandsins„,segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila