Óvenjulega margir veikjast og dánartíðnin eykst verulega: „Við skiljum ekki út af hverju“

„Óvenju margir veikjast í Noregi. – Í alls kyns kvillum. Og við skiljum ekki út af hverju“ segir norska ríkissjónvarpið NRK. Jafnframt eykst dánartíðni verulega, að hluta til á „óútskýranlegan“ hátt. Hina miklu umframdánartíðni má sjá í nokkrum Evrópulöndum, skrifar blaðið.

Fullorðnir flæða inn með alls kyns kvilla

Fjölmiðlar í Noregi greina frá því að óvenju margir veikjast um þessar mundir. Sjúklingarnir „flæða“ inn á sjúkrahúsin og á sama tím eykst dánartíðni bæði í Noregi og Evrópu verulega, að sögn NRK. Málið snýst ekki um covid, Jørn Einar Rasmussen, bráðasérfræðingur á sjúkrahúsinu í Drammen segir við NRK:

„Við höfum aldrei færri en 100 sjúklinga á dag. Þeir eru fullorðnir með alls kyns kvilla. Við skiljum ekki hvers vegna.“

Rasmussen hefur áhyggjur. Að hans sögn hefur spítalinn þegar náð þeim fjölda sjúklinga, sem fyrst var gert ráð fyrir árið 2025. Fjöldi sjúklinga er það mikill að afkastagetu bráðamóttökunnar gæti verið ógnað. Og þetta gerist ekki bara á spítalanum hans. Rasmussen hefur verið í sambandi við aðrar bráðamóttökur í Noregi. Allar segja frá „dularfullri fjölgun“ sjúklinga. Rasmussen segir þá áhyggjuefni að samtímis eru engir sérstakir sjúkdómar sem skera sig úr. Hann varar heilbrigðisyfirvöld við því sem er að gerast.

Dánartíðnin eykst á „óútskýranlegan“ hátt

En það er ekki bara sjúkum sem fjölgar. Dánartíðni í Noregi hefur aukist um rúmlega 10 % á þessu ári. Það eru um 3.250 fleiri dauðsföll miðað við sama tímabil árið 2019. Að hluta til vegna heimsfaraldursins, er sagt, en talan er að hluta til „óútskýranleg“ segir lýðfræðingur Anders Sønstebø hjá norsku hagstofunni við NRK. Umframdauðinn er svo mikill, að sérfræðingar „lyfta augabrúnum“ skrifar norska blaðið. Að sögn Sønstebø verða lífslíkur bæði karla og kvenna að öllum líkindum færðar niður árið 2022. Það væri í fyrsta sinn sem slíkt gerist í 25 ár. Meðal karla hafa lífslíkur aukist jafnt og þétt síðan 1997.

NRK hefur einnig skoðað tölfræði fyrir alla Evrópu. Tölur frá hagstofu ESB Eurostat sýna að dánartíðni hefur „aukist verulega“ í nokkrum löndum, skrifar blaðið.

Hvað á Noregur þá að gera í málunum?

Espen Rostrup Nakstad, aðstoðarforstjóri hjá norska landlæknisembættinu, telur að fólk ætti að „bólusetja“ sig meira. Það er mikilvægt að fólk taki örvunarskammt af covid-bóluefninu, segir hann. Nakstad telur, að hin dularfulla sjúkdómsþróunin og há umframdánartíðni megi rekja til þess, að fólk var varkárara á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir og að aldraðir hafi orðið viðkvæmari.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila