Pólskur stjórnmálamaður sendir Úkraínu reikning upp á 23 milljarða dollara

Krzysztof Bosak til vinstri á myndinni hefur sent 23 milljarða dollara reikning til Úkraínu (skjáskot X).

Pólski þingmaðurinn Krzysztof Bosak hefur gefið út reikning upp á 23 milljarða dollara til úkraínska sendiráðsins eftir að Úkraína kaus að kæra Pólland fyrir innflutningsbann landsins á úkraínsku korni. Þingmaðurinn vill, að Úkraína endurgreiði stuðninginn sem Pólland hefur veitt Úkraínu.

Swebbtv greinir frá því, að pólski stjórnmálamaðurinn Krzysztof Bosak geri fjárhagskröfu á hendur Úkraínu vegna korndeilunnar milli landanna tveggja. Ólígarkar í Úkraínu eru sagðir hafa þvingað korn sitt inn á pólska markaðinn. Á safaríkum reikningi Bosaks er listi yfir ýmiss konar aðstoð sem Pólland hefur veitt Úkraínu og úkraínskum flóttamönnum. Bosak telur að upphæð reikningsins, 23 milljarðar dollara, sé líklega „verulega vanmetin og ófullnægjandi.“ Reikningurinn hefur verið afhentur í úkraínska sendiráðinu. Bosak segir að „Pólland verði að fara að taka af sér hanskana eins og ólígarkarnir gera.“

Úkraína hefur kært Pólland til WTO

Úkraína hefur kært Pólland til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „World Trade Organisation“ WTO, meðal annars vegna innflutningsbanns nágrannalandsins á úkraínsku korni. Pólland hefur brugðist við með því að hætta að senda vopn til Úkraínu og líkja Úkraínu við örvæntingarfullan drukknaðan mann sem reynir að draga aðstoðarmenn sína með sér í hyldýpið.

„Úkraína höfðar mál gegn Póllandi fyrir WTO (World Trade Organization) og í dag rukkum við við Úkraínu!“ skrifar Krzysztof Bosak á X (sjá hér að neðan):

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila