Prófessor við John Hopkins háskóla: „Ríkið var stærsti dreifingaraðili falsupplýsinga“

Marty Makary prófessor við John Hopkins háskólann segir ábyrgð ríkisins á dreifingu falsupplýsinga um Covid vera mikla (mynd skjáskot Twitter).

Stærsti dreifingaraðili falsupplýsinga meðan á „faraldrinum“ stóð var ríkið. Það segir Marty Makary, prófessor við John Hopkins háskóla . Hinn svokallaði heimsfaraldur snerist mjög mikið um að stjórnvöld og netrisarnir reyndu að stöðva „falsupplýsingar“ um covid og bóluefnið. Mikið af röngum upplýsingum var dreift. Fremstir á því sviði var sjálft ríkið og „sérfræðingar“ þess.

Læknirinn og prófessorinn Marty Makary heldur þessu fram í nýju viðtali við Tucker Carlson hjá Fox News (sjá myndbút Twitter neðar á síðunni):

„Bandarísk stjórnvöld hafa verið stærsti miðlari rangra upplýsinga. Öll gögn hafa núna náð öllum lygunum.“

Fimm ósannindi yfirvalda

Fimm ósannindi, sem Makary segir að yfirvöld hafi dreift, hafa nú verið afhjúpaðar:

  • Að náttúrulegt ónæmi verndi ekki nægilega vel
  • Að skólalokanir myndu draga úr útbreiðslu sýkingar
  • Að hjartavöðvabólga af völdum bóluefnisins sé sjaldgæfari en vegna sýkingar
  • Að Wuhan rannsóknarstofulekinn væri samsæriskenning
  • Að gögn um nýju örvunarskammtana sýndu „augljósa“ virkni

„Fyrir mér er það kristaltært að ung heilbrigð manneskja á ekki að taka þetta. Hvernig getur maður, með svona alræði og bókstafstrú, þvingað þetta fram án gagna? Við vitum ekki einu sinni hvort eitthvað heilbrigt barn hafi nokkru sinni dáið úr Covid.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila