Pútín: „Vesturlönd sprengdu Nord Stream – refsiaðgerðir dugðu ekki“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti ásakar Vesturlönd um að hafa framið skemmdarverk á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2. Að sögn Pútíns duga refsiaðgerðirnar gegn Rússum ekki fyrir „Engisaxa.“

Í símtali á fimmtudag milli Vladímírs Pútíns og forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, lýsti Rússlandsforseti því yfir, að skemmdarverkin gegn gasleiðslunum væru alþjóðlegt hryðjuverk, segir í frétt Reuters. Á föstudaginn tók Pútín málið aftur upp í tengslum við athöfn fyrir héruðin Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhya og Kherson í Úkraínu, sem núna verða sameinuð Rússlandi. Í ræðu sinni sagði Pútín að „Engisaxar“ standi á bak við skemmdarverkin á gasleiðslunum:

„Refsiaðgerðirnar dugðu engisöxunum ekki. Þeir hafa snúið sér að skemmdarverkum. Ótrúlegt en satt – og skipulagt sprengingarnar í Nord Stream á botni Eystrasaltsins. Þeir eru farnir að eyðileggja evrópsk orkumannvirki. Það er augljóst öllum hverjir hagnast á því. Sá sem græðir á því gerði það líka að sjálfsögðu.“

Bandaríkin neita aðild að sprengjunum

Rússneska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir í fyrri viku, að skemmdarverkin hafi átt sér stað á hafsvæði sem talið er vera undir stjórn bandarísku leyniþjónustunnar. Bandaríkin vísuðu fullyrðingu Rússa á bug skv. Euronews sem hefur eftir talsmanni öryggisráðs Bandaríkjanna:

„Allir vita, að Rússland hefur langa hefð fyrir því að dreifa falsupplýsingum. Og það er það sem þeir eru að gera núna.“

Yfirmaður njósna segist hafa sannanir

Sergej Naryshkin er yfirmaður rússnesku utanríkisleyniþjónustunnar, SVR, og hann fullyrðir, að landið hafi komist yfir efni sem bendir til þess að Vesturlönd standi á bak við sprengingarnar. Sergej Naryshkin segir:

„Við höfum efni sem bendir til þess að Vesturlönd hafi skipulagt og framkvæmt þessi hryðjuverk.“

Naryshkin hefur enn ekki lagt fram nein gögn en sagði, að Vesturlönd vinni nú að því að „gera allt til að fela raunverulega gerendur og skipuleggjendur þessarar alþjóðlegu hryðjuverkaárásar.“ Rússar hafa óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna skemmdarverka á gasleiðslunum.

Bygging gasleiðslnanna tveggja Nord Stream 1 og 2 hefur kostað yfir jafnvirði 200 milljarða sænskra króna. Rússneska Gazprom hefur staðið fyrir að minnsta kosti helmingi verðsins, en olíufélög í Evrópu hafa staðið fyrir afganginum.

Ræðu Pútíns má sjá í heild sinni má sjá hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila