Ráðamenn vesturlanda haga sér eins og „stórhættulegir fávitar“

Athafnamaðurinn og þátttakandi í samfélagsumræðunni, Lars Bern, er áhorfendum Swebbtv að góðu kunnur. Hann er harðorður í gagnrýni sinni á ráðamenn Vesturlanda, sem hann segir að taki hverja geðveikislega og stórhættulega ákvörðun á fætur annarri (mynd úr myndasafni).

Tilfinningaleg „þvermóðska“ knýr vestræna leiðtoga áfram í dag eftir hið misheppnaða staðgengilsstríð gegn Rússlandi í Úkraínu. Þeir taka „hverja geðveikislega ákvörðun á fætur annarri“ sem er stórhættulegt, segir Lars Bern í nýju viðtali við Swebbtv (sjá neðar á síðunni).

Leiðtogar Vesturlanda eru „gengnir af göflunum.“ Sífellt fleiri virðast sammála um það. Vanþroskuð sjálfsmynd knýr þá áfram, sem er stórhættulegt. Athafnamaðurinn og umræðuþátttakandinn Lars Berns segir:

„Sú von ríkti í herbúðum Nató, að Kína myndi stöðva stríð Rússa í Úkraínu en sú von er nú að engu orðin. Í staðinn gerðist hið gagnstæða. Kínverjar gáfu kristaltæra vísbendingu um að þeir styðji Rússland að fullu. Það er því enginn vafi á því, að þetta stríð í Úkraínu er að þróast í staðgengilsstríð milli Vesturlanda og bandalagsins milli Kína og Rússlands. Vafalaust verða átökin enn alvarlegri.“

Kína mun styðja Rússland ef vandamál koma upp

„Kína mun ekki láta Rússland tapa þessu stríði. Á sama tíma hafa vesturveldin málað sig út í horn og sagt að Úkraína megi ekki tapa stríðinu. Við sjáum skýra stigmögnun stríðsins. Núna ætla Bretar, sem eru þeir árásargjörnustu, að beita skotfærum með úrani, sem er óskynsamlegt. Það leiðir til geislavirkrar mengunar og gífurlegra umhverfisspjalla. Þeir eru sannanlega örvæntingarfullur. Gerist það, þá hefur Pútín sagt, að Rússland muni bregðast við. Rússar telja, að verið sé notað óhreinar sprengjur. Þannig að þetta er án nokkurs vafa ógnvekjandi þróun.“

Refsiaðgerðir gegn Kína hefðu hrikalega útkomu fyrir Vesturlönd

Að sögn Lars Bern passa Rússland og Kína fullkomlega saman, því Kína situr á stærstu framleiðslutækjum í heimi samtímis sem Rússland er með allar sínar náttúruauðlindir:

„Það sem ég óttast, er að þessir fávitar, sem við sitjum uppi með í hinum vestræna heimi, muni hefja refsiaðgerðir gegn Kína. Ef refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hafa bitnað harðar á Vesturlöndum en Rússlandi, þá er það ekkert miðað við það sem refsiaðgerðir gegn Kína myndu gera. Það verður algjör hörmung bæði fyrir Bandaríkin og Vestur-Evrópu. Þeir hafa málað sig út í horn og það er komin uppblásin þvermóðska í málin. Stjórnmálamenn okkar taka hverja geðveikislega ákvörðunina á fætur annarri. Þeir bregðast við tilfinningalega, sem er mjög hættulegt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila